Hreyflarnir hrikalegir á nýju Boeing 777-þotum Atlanta Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2024 21:21 Rafn Þór Rafnsson yfirflugvirki við hreyfil Boeing 777-þotu Air Atlanta. Rafn stýrir viðhaldsstöð félagsins í Jedda. Egill Aðalsteinsson Flugfélagið Air Atlanta byggir nú upp farþegaflota sinn á ný eftir hrun í covid-faraldrinum og er þessa dagana að bæta við sig tveimur Boeing 777-breiðþotum til viðbótar við tvær sömu gerðar sem félagið fékk í fyrra. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá eina af Boeing 777-þotum Atlanta við pílagrímaflugstöðina í Jedda í Sádí-Arabíu. Kaup á þessum vélum eru liður í endurkomu félagsins í farþegaflug eftir að það lagðist af í covid-heimsfaraldrinum. „Þá dettur farþegaflugið alveg út. En svo fer þetta aftur í gang í hitteðfyrra. Þá byrjuðum við með þrjár vélar. Voru fjórar í fyrra, fimm núna, og ein á leiðinni. Þannig að við erum svona að bæta í aftur,” segir Einar Blandon, sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta. Einar Blandon er sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson Eftir að smíði Boeing 747 og Airbus A380 var hætt er 777 stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu. Við höfum orð á því við Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirkja Air Atlanta í Sadí-Arabíu, að hreyflarnir á henni séu hrikalegir. „Þetta eru massívir hreyflar, já. Þetta eru stærstu hreyflarnir sem þú færð á markaðnum, hjá Boeing allavegana.” Flugvirkinn við hliðina virkar ekki stór miðað við hreyfilinn á Boeing 777-300 þotu Air Atlanta. Egill Aðalsteinsson -Og nú er Air Atlanta að reka þessar þotur. Það er dálítið magnað. „Já, þetta er magnað að vera kominn með þessar nýju týpur, loksins,” segir yfirflugvirkinn. Og þegar kemur að flota Atlanta eru engar ýkjur að tala um risaþotur hvað varðar fjölda farþegasæta. Tíu sæti eru í hverri sætaröð á Boeing 777-300 þotum Air Atlanta. Alls eru 494 farþegasæti um borð.AIR ATLANTA/MAGNÚS SIGURÐSSON „Núna erum við með tvær 747, sem eru að taka 460 farþega. Í fyrra bættum við við tveimur Boeing 777, sem eru að taka 490 farþega, rétt rúmlega, hvor um sig. Og svo erum við að bæta við núna tveimur Boeing 777-200, sem er hvor um sig um 400 farþega,” segir Einar Blandon. Þreföldu sjöurnar eru núna orðnar fjórar í flota Air Atlanta. Tvær eru af 200 gerðinni, þeirri styttri, og tvær af 300 gerðinni, þeirri lengri. Þessi tegund skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Nýjasta Boeing 777-200 þota Air Atlanta á flugvellinum í Jedda. Flugvélarnar eru merktar Saudia-flugfélaginu, kaupanda þjónustunnar.Egill Aðalsteinsson -En er einhver munur fyrir flugvirkjana að vinna með svona vél, Boeing 777, heldur en 747? „Þetta er náttúrlega miklu nýrri græja, sko, og betra að vinna við þetta. En manni finnst alltaf skemmtilegast að vinna á gömlu 747,” segir Rafn og hlær en viðurkennir þó að 777-þotan þýði mun minna viðhald. Sviðsstjóri flugrekstrar eru ekki í nokkrum vafa hvað hann vill: „Ég vil sjá fleiri. Ég vil sjá fleiri farþegavélar, sjö-sjö-sjöur, og helst í cargo líka,” segir Einar Blandon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Air Atlanta Fréttir af flugi Sádi-Arabía Boeing Tengdar fréttir Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá eina af Boeing 777-þotum Atlanta við pílagrímaflugstöðina í Jedda í Sádí-Arabíu. Kaup á þessum vélum eru liður í endurkomu félagsins í farþegaflug eftir að það lagðist af í covid-heimsfaraldrinum. „Þá dettur farþegaflugið alveg út. En svo fer þetta aftur í gang í hitteðfyrra. Þá byrjuðum við með þrjár vélar. Voru fjórar í fyrra, fimm núna, og ein á leiðinni. Þannig að við erum svona að bæta í aftur,” segir Einar Blandon, sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta. Einar Blandon er sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson Eftir að smíði Boeing 747 og Airbus A380 var hætt er 777 stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu. Við höfum orð á því við Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirkja Air Atlanta í Sadí-Arabíu, að hreyflarnir á henni séu hrikalegir. „Þetta eru massívir hreyflar, já. Þetta eru stærstu hreyflarnir sem þú færð á markaðnum, hjá Boeing allavegana.” Flugvirkinn við hliðina virkar ekki stór miðað við hreyfilinn á Boeing 777-300 þotu Air Atlanta. Egill Aðalsteinsson -Og nú er Air Atlanta að reka þessar þotur. Það er dálítið magnað. „Já, þetta er magnað að vera kominn með þessar nýju týpur, loksins,” segir yfirflugvirkinn. Og þegar kemur að flota Atlanta eru engar ýkjur að tala um risaþotur hvað varðar fjölda farþegasæta. Tíu sæti eru í hverri sætaröð á Boeing 777-300 þotum Air Atlanta. Alls eru 494 farþegasæti um borð.AIR ATLANTA/MAGNÚS SIGURÐSSON „Núna erum við með tvær 747, sem eru að taka 460 farþega. Í fyrra bættum við við tveimur Boeing 777, sem eru að taka 490 farþega, rétt rúmlega, hvor um sig. Og svo erum við að bæta við núna tveimur Boeing 777-200, sem er hvor um sig um 400 farþega,” segir Einar Blandon. Þreföldu sjöurnar eru núna orðnar fjórar í flota Air Atlanta. Tvær eru af 200 gerðinni, þeirri styttri, og tvær af 300 gerðinni, þeirri lengri. Þessi tegund skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Nýjasta Boeing 777-200 þota Air Atlanta á flugvellinum í Jedda. Flugvélarnar eru merktar Saudia-flugfélaginu, kaupanda þjónustunnar.Egill Aðalsteinsson -En er einhver munur fyrir flugvirkjana að vinna með svona vél, Boeing 777, heldur en 747? „Þetta er náttúrlega miklu nýrri græja, sko, og betra að vinna við þetta. En manni finnst alltaf skemmtilegast að vinna á gömlu 747,” segir Rafn og hlær en viðurkennir þó að 777-þotan þýði mun minna viðhald. Sviðsstjóri flugrekstrar eru ekki í nokkrum vafa hvað hann vill: „Ég vil sjá fleiri. Ég vil sjá fleiri farþegavélar, sjö-sjö-sjöur, og helst í cargo líka,” segir Einar Blandon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Air Atlanta Fréttir af flugi Sádi-Arabía Boeing Tengdar fréttir Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42
Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42