Guðbjörgu boðið á CrossFit mót í Egyptalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 12:31 Guðbjörg Valdimarsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari í CrossFit og hefur verið í hópi bestu CrossFit kvenna Íslands undanfarin ár. @guccivaldimarsdottir Íslenska CrossFit konan Guðbjörg Valdimarsdóttir fékk boð um að keppa á CrossFit mótinu Combat Games sem verður haldið í Egyptalandi í september. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari í CrossFit árið 2022 og í öðru sæti á mótinu í fyrra, er nýflutt til Doha í Katar. Hún fékk tilboð um að vinna þar sem þjálfari sem um leið hjálpar henni að einbeita sér meira að CrossFit íþróttinni. „Ég fékk boð um að vinna hér sem þjálfari sem gerði mér kleift að vinna minna en ég hef þurft að gera á Íslandi. Ég get þar af leiðandi fókusað enn meira á CrossFit sem er búið að vera í forgangi fram yfir allt hjá mér síðastliðin þrjú ár,“ sagði Guðbjörg í stuttu spjalli við Vísi. Guðbjörg fékk boð á Combat Games sem ein af bestu CrossFit konum þessa heimshluta. „Ég veit svo sem lítið um þetta mót en ég keppti á Elfit í Egyptalandi árið 2021 og elskaði það,“ sagði Guðbjörg. Henni líkaði mjög vel umhverfið í kringum keppnina í Egyptalandi fyrir þremur árum síðan. „Það var svo gaman að keppa þarna. Þau eru svo mikið all in og miklir aðdáendur sem gerir þetta svo gaman. Þau ná að skapa svo góða stemmingu og svo eru margir að horfa á,“ sagði Guðbjörg. „Þegar ég fékk boð um að keppa á öðru móti í Egyptalandi og núna þar sem ég bý nær, þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig,“ sagði Guðbjörg. Combat Games fara fram frá 11. til 13. september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Combat games (@combatgames_) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari í CrossFit árið 2022 og í öðru sæti á mótinu í fyrra, er nýflutt til Doha í Katar. Hún fékk tilboð um að vinna þar sem þjálfari sem um leið hjálpar henni að einbeita sér meira að CrossFit íþróttinni. „Ég fékk boð um að vinna hér sem þjálfari sem gerði mér kleift að vinna minna en ég hef þurft að gera á Íslandi. Ég get þar af leiðandi fókusað enn meira á CrossFit sem er búið að vera í forgangi fram yfir allt hjá mér síðastliðin þrjú ár,“ sagði Guðbjörg í stuttu spjalli við Vísi. Guðbjörg fékk boð á Combat Games sem ein af bestu CrossFit konum þessa heimshluta. „Ég veit svo sem lítið um þetta mót en ég keppti á Elfit í Egyptalandi árið 2021 og elskaði það,“ sagði Guðbjörg. Henni líkaði mjög vel umhverfið í kringum keppnina í Egyptalandi fyrir þremur árum síðan. „Það var svo gaman að keppa þarna. Þau eru svo mikið all in og miklir aðdáendur sem gerir þetta svo gaman. Þau ná að skapa svo góða stemmingu og svo eru margir að horfa á,“ sagði Guðbjörg. „Þegar ég fékk boð um að keppa á öðru móti í Egyptalandi og núna þar sem ég bý nær, þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig,“ sagði Guðbjörg. Combat Games fara fram frá 11. til 13. september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Combat games (@combatgames_)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira