Lygamörður Sigurgeir Pálsson skrifar 18. júlí 2024 11:00 Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar