Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Það væsir ekki um Ratcliffe og vini. vísir Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson
Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35