Met slegið í fjölda kaupsamninga vegna uppkaupa Þórkötlu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 06:23 Kaup ríkisins á íbúðum í Grindavík setur mark sitt á fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm Met var slegið í fjölda kaupsamninga í maí en það má rekja til uppkaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Kaupsamningar voru samtals 1.760 en rúmlega 1.300 ef kaupsamningar í Grindavík eru ekki taldir með. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar greinir einnig frá því að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða í júní. Íbúðaverð hafi hækkað um 6,4 prósent frá janúar, sem jafngildi um 16 prósent hækkun á ársgrundvelli. Íbúðaverð hafi nú hækkað um 3,1 prósent umfram vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. „Hátt hlutfall eigna selst á yfirverði sem gæti bent til áframhaldandi hækkana á verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í samantekt. Enn er ójafnvægi á leigumarkaði en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní og hefur hækkað um 7,4 prósent á síðustu þremur mánuðum. Framboð á hótelherbergjum hafi aukist og nýtingin versnað, sem gæti dregið úr skammtímaleigu og létt á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum. „Lánamarkaðurinn varð fyrir áhrifum af uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Hrein ný íbúðalán námu einungis 2 milljörðum króna þrátt fyrir mikla veltu á íbúðamarkaði. Í tölum Seðlabankans um bankakerfið má sjá að útlán til fyrirtækja í þjónustu tengdri fasteignafélögum jukust um 28 milljarða í maí, mest í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu,“ segir í samantektinni. Þá segir að hægt hafi á íbúðauppbyggingu en fullbúnum íbúðum hafi fjölgað um 3.096 síðustu tólf mánuði, á meðan þeim hafði fjölgað um 3.446 um miðjan febrúar. Aðeins um 5 prósent íbúða sem komið hafa á markað á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári eru sérbýli en hlutfallið er 38 prósent annars staðar. Í báðum tilfellum er um að ræða sögulega lágt hlutfall. Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Grindavík Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar greinir einnig frá því að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða í júní. Íbúðaverð hafi hækkað um 6,4 prósent frá janúar, sem jafngildi um 16 prósent hækkun á ársgrundvelli. Íbúðaverð hafi nú hækkað um 3,1 prósent umfram vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. „Hátt hlutfall eigna selst á yfirverði sem gæti bent til áframhaldandi hækkana á verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í samantekt. Enn er ójafnvægi á leigumarkaði en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní og hefur hækkað um 7,4 prósent á síðustu þremur mánuðum. Framboð á hótelherbergjum hafi aukist og nýtingin versnað, sem gæti dregið úr skammtímaleigu og létt á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum. „Lánamarkaðurinn varð fyrir áhrifum af uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Hrein ný íbúðalán námu einungis 2 milljörðum króna þrátt fyrir mikla veltu á íbúðamarkaði. Í tölum Seðlabankans um bankakerfið má sjá að útlán til fyrirtækja í þjónustu tengdri fasteignafélögum jukust um 28 milljarða í maí, mest í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu,“ segir í samantektinni. Þá segir að hægt hafi á íbúðauppbyggingu en fullbúnum íbúðum hafi fjölgað um 3.096 síðustu tólf mánuði, á meðan þeim hafði fjölgað um 3.446 um miðjan febrúar. Aðeins um 5 prósent íbúða sem komið hafa á markað á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári eru sérbýli en hlutfallið er 38 prósent annars staðar. Í báðum tilfellum er um að ræða sögulega lágt hlutfall. Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Grindavík Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira