Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2024 09:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið. Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið.
Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira