Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2024 09:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið. Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið.
Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent