„Eru ekki allir pínu einhverfir í dag?“ Andrea Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2024 16:31 Já þú verður kannski þreyttur eftir að hafa verið í margmenni í 1-2 klst. En svo ferðu sáttur að sofa eftir daginn og ert góður á morgun... Ég fæ andlega köfnunartilfinningu í margmenni... jú ég get skemmt mér þrátt fyrir það, en ég mun þurfa að taka a.m.k. allan morgundaginn til að jafna mig, losna við suðið í eyrunum (eða lækka tíðnina í því þar til hún er „bærileg“), minnka höfuðverkinn, vinna úr hverju einasta smáatriði sem gerðist, gerðist næstum því og gerðist ekki. Ég höndla ekki að setjast á kaffihús daginn eftir því höfuðið á mér færi yfirum eftir 1-2 mínútur (5-10 mín á venjulegum degi)... en það er ekki þar með sagt að ég segi nei við þig ef þú býður mér, því mér þykir vænt um þig og ég veit hvað þú elskar að fara á kaffihús, þannig að ég kyngi mínum óþægindum svo að þér líði betur... og bæti þar með við rúmum sólahring sem ég þarf til að jafna mig... Ímyndaðu þér að þú sért að eiga í samtali við manneskju sem situr á móti þér við borð, en sitthvoru megin við þig sitja manneskjur þétt upp við þig og öskra á hvort annað alveg uppvið sitthvort eyrað þitt, en það er argasti dónaskapur að gera neitt annað í því en að ignora öskrið og einbeita sér að samtalinu við manneskjuna á móti þér á meðan þið eruð bæði að taka ykkur góðan tíma í að klára kaffið og kleinuna... Þarft þú randomly að loka þig af, nánast eins og uppúr þurru af því þú ert með einhverja yfirþyrmandi tilfinningu sem þú bara getur ekki gert þér grein fyrir, en þú veist að það er ekki gott fyrir þig né aðra að vera í kringum fólk? Það gerist a.m.k. einu sinni á dag hjá mér... Þegar ég á erfitt með hlutina, þá er ég aumingi, letingi, barnaleg, vitleysingur, fáviti, þrjóskupúki, illa innrætt, sjálfselsk og allskonar fleiri neikvæð orð... en guð forði mér frá einhverfustimplinum... það meikar miklu meira sens fyrir fólki að ég sé annaðhvort aumingi eða einhver evil mastermind frekar en að ég sé einhverf... Ég hef nú ekki þurft mikla aðstoð hingað til... JÚ!!! Allt mitt líf hef ég þurft á auka-aðstoð að halda! En í staðinn fæ ég öll ljótu orðin á mig sem stimpil og fæ þ.a.l. oft töluvert minni aðstoð en almennt gengur og gerist hjá fólki... Ég er ekki hálf-heimilislaus, á kúpunni að díla við lamandi kvíða og þunglyndi sem eru mér svo eðlilegar tilfinningar eftir 35 ára gaslýsingar af því ég fékk jafnmikinn stuðning og allir aðrir... Nei, ég fékk skammirnar og áhyggjusvipinn... „Þú verður að passa þig að vera ekki svona hreinskilin!“ ... á ég þá frekar að ljúga alltaf? Ég hef nóg annað að hugsa um heldur en að hugsa upp einhverja lygi sem ég þarf svo að spinna í kringum... „Hættu að taka öllu svona bókstaflega!“ ... Segðu bara það sem þú meinar og vertu skýr, það minnkar misskilning! „Þú sagðir mér að þú ætlaðir ekki að gera þetta!“ .... þú spurðir mig ekki hvort ég „ætli“ að gera þetta, þú spurðir mig hvort ég væri einhverntíman að fara að „nenna“ því því og nei ég nenni því því aldrei, en það er ekki þar með sagt að ég ætli ekki að gera það... oft þarf maður að gera hluti sem maður nennir ekki... en núna ert þú í fýlu út í mig af því þú spurðir ekki réttu spurningarinnar og það er á allan hátt mér að kenna... ég átti að vita betur... Þó ég sé einhverf, þá er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að mér... samfélagið er bara ekki tilbúið að taka mér eins og ég er... Þegar þú sérð „vöntun“ í mér eða öðru einhverfu fólki, þá sjáum við „vöntun“ á öðrum stöðum hjá „venjulegu“ fólki, eins og t.d. að þurfa skólastofnun til að segja þér að leita á netinu að upplýsingum um efnið sem þú hefur áhuga á og læra síðan minna á 1 ári heldur en við gerum á 1 mánuði af því að 1. þú ert að gera þetta fyrir skólann á meðan við erum að gera þetta fyrir okkur sjálf 2. Þér tekst ekki að ná hyperfókus og drekkja þér í efninu í marga klukkutíma í senn, gleymandi að borða, frestandi klósettferðum eins og lífið liggi við og fá svo þungan og djúpan pirring sem skín í augunum ef einhver skildi óvart voga sér að trufla þig á meðan þú ert að skoða stjórnaskipulag í Buthan, eða um 4 ára valdatíð Caligula eða hvernig eldsneyti nýtist best í geimflaugum og af hverju... eða eitthvað álíka... Það er hægt að tala fyrir því að það sé margt annað sem lært er á um.þ.b. 9 mánaða skólaári heldur en þetta eina fag... en við höfum þá 8 mánuði til að læra það í rólegheitum... ef við gætum einhverntíman lært „rólega“ þ.e.a.s.- það er yfirleitt all in eða alls ekki... If you want research done well.. trust an autistic person with a special interest to do it for you... they'll be thrilled and you won't be disappointed! Höfundur er áhugaskrifari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Já þú verður kannski þreyttur eftir að hafa verið í margmenni í 1-2 klst. En svo ferðu sáttur að sofa eftir daginn og ert góður á morgun... Ég fæ andlega köfnunartilfinningu í margmenni... jú ég get skemmt mér þrátt fyrir það, en ég mun þurfa að taka a.m.k. allan morgundaginn til að jafna mig, losna við suðið í eyrunum (eða lækka tíðnina í því þar til hún er „bærileg“), minnka höfuðverkinn, vinna úr hverju einasta smáatriði sem gerðist, gerðist næstum því og gerðist ekki. Ég höndla ekki að setjast á kaffihús daginn eftir því höfuðið á mér færi yfirum eftir 1-2 mínútur (5-10 mín á venjulegum degi)... en það er ekki þar með sagt að ég segi nei við þig ef þú býður mér, því mér þykir vænt um þig og ég veit hvað þú elskar að fara á kaffihús, þannig að ég kyngi mínum óþægindum svo að þér líði betur... og bæti þar með við rúmum sólahring sem ég þarf til að jafna mig... Ímyndaðu þér að þú sért að eiga í samtali við manneskju sem situr á móti þér við borð, en sitthvoru megin við þig sitja manneskjur þétt upp við þig og öskra á hvort annað alveg uppvið sitthvort eyrað þitt, en það er argasti dónaskapur að gera neitt annað í því en að ignora öskrið og einbeita sér að samtalinu við manneskjuna á móti þér á meðan þið eruð bæði að taka ykkur góðan tíma í að klára kaffið og kleinuna... Þarft þú randomly að loka þig af, nánast eins og uppúr þurru af því þú ert með einhverja yfirþyrmandi tilfinningu sem þú bara getur ekki gert þér grein fyrir, en þú veist að það er ekki gott fyrir þig né aðra að vera í kringum fólk? Það gerist a.m.k. einu sinni á dag hjá mér... Þegar ég á erfitt með hlutina, þá er ég aumingi, letingi, barnaleg, vitleysingur, fáviti, þrjóskupúki, illa innrætt, sjálfselsk og allskonar fleiri neikvæð orð... en guð forði mér frá einhverfustimplinum... það meikar miklu meira sens fyrir fólki að ég sé annaðhvort aumingi eða einhver evil mastermind frekar en að ég sé einhverf... Ég hef nú ekki þurft mikla aðstoð hingað til... JÚ!!! Allt mitt líf hef ég þurft á auka-aðstoð að halda! En í staðinn fæ ég öll ljótu orðin á mig sem stimpil og fæ þ.a.l. oft töluvert minni aðstoð en almennt gengur og gerist hjá fólki... Ég er ekki hálf-heimilislaus, á kúpunni að díla við lamandi kvíða og þunglyndi sem eru mér svo eðlilegar tilfinningar eftir 35 ára gaslýsingar af því ég fékk jafnmikinn stuðning og allir aðrir... Nei, ég fékk skammirnar og áhyggjusvipinn... „Þú verður að passa þig að vera ekki svona hreinskilin!“ ... á ég þá frekar að ljúga alltaf? Ég hef nóg annað að hugsa um heldur en að hugsa upp einhverja lygi sem ég þarf svo að spinna í kringum... „Hættu að taka öllu svona bókstaflega!“ ... Segðu bara það sem þú meinar og vertu skýr, það minnkar misskilning! „Þú sagðir mér að þú ætlaðir ekki að gera þetta!“ .... þú spurðir mig ekki hvort ég „ætli“ að gera þetta, þú spurðir mig hvort ég væri einhverntíman að fara að „nenna“ því því og nei ég nenni því því aldrei, en það er ekki þar með sagt að ég ætli ekki að gera það... oft þarf maður að gera hluti sem maður nennir ekki... en núna ert þú í fýlu út í mig af því þú spurðir ekki réttu spurningarinnar og það er á allan hátt mér að kenna... ég átti að vita betur... Þó ég sé einhverf, þá er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að mér... samfélagið er bara ekki tilbúið að taka mér eins og ég er... Þegar þú sérð „vöntun“ í mér eða öðru einhverfu fólki, þá sjáum við „vöntun“ á öðrum stöðum hjá „venjulegu“ fólki, eins og t.d. að þurfa skólastofnun til að segja þér að leita á netinu að upplýsingum um efnið sem þú hefur áhuga á og læra síðan minna á 1 ári heldur en við gerum á 1 mánuði af því að 1. þú ert að gera þetta fyrir skólann á meðan við erum að gera þetta fyrir okkur sjálf 2. Þér tekst ekki að ná hyperfókus og drekkja þér í efninu í marga klukkutíma í senn, gleymandi að borða, frestandi klósettferðum eins og lífið liggi við og fá svo þungan og djúpan pirring sem skín í augunum ef einhver skildi óvart voga sér að trufla þig á meðan þú ert að skoða stjórnaskipulag í Buthan, eða um 4 ára valdatíð Caligula eða hvernig eldsneyti nýtist best í geimflaugum og af hverju... eða eitthvað álíka... Það er hægt að tala fyrir því að það sé margt annað sem lært er á um.þ.b. 9 mánaða skólaári heldur en þetta eina fag... en við höfum þá 8 mánuði til að læra það í rólegheitum... ef við gætum einhverntíman lært „rólega“ þ.e.a.s.- það er yfirleitt all in eða alls ekki... If you want research done well.. trust an autistic person with a special interest to do it for you... they'll be thrilled and you won't be disappointed! Höfundur er áhugaskrifari.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun