Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 15:44 Taylor Swift á tónleikum í Mílanó um helgina. AP/Claudio Furlan Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns. Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns.
Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira