Telur ekki trúlegt að komið verði á samkomutakmörkunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 09:13 Mikið álag hefur verið á heilsugæslum landsins vegna óvanalegs fjölda veirusmita miðað við árstíma. Vísir/Vilhelm Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins. Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét. Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét.
Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira