Innlent

Þrjár líkams­á­rásir, vinnu­slys og mann­laus bíll á ferð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vaktin virðist hafa verið nokkuð lífleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Vaktin virðist hafa verið nokkuð lífleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Tveir menn voru handteknir í Seljahverfi í gær, fyrir sitthvora líkamsárásina. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Þá var þriðji maðurinn handtekinn fyrir líkamsárás í póstnúmerinu 213.

Alls voru 135 mál skráð í málagrunn lögreglunnar, LÖKE, á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í verslun í póstnúmerinu 108 og um vinnuslys í Hafnarfirði en þar fékk maður gat á höfuðið þegar hann var að gera við nema undir vaski. Hugðist hann koma sér sjálfur á bráðamóttöku.

Ein tilkynning barst vegna einstaklings sem datt á rafmagnshlaupahjóli í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar en grunur leikur á um að viðkomandi hafi verið ölvaður. Þá urðu minniháttar skemmdir þegar mannlaus bifreið rann inn í garð í Mosfellsbæ.

Nokkrir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og að minnsta kosti tveir fyrir akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×