„Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 21:31 Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Mynd/aðsend Aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa verið of kostnaðarsamar og hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem telur íhlutun hins opinbera fela í sér ríkisvæðingu á húsnæðismarkaði. Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira