Fyrsta heimasmíðaða útvarp landsins til sýnis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júlí 2024 22:52 Sigurður Harðarson við „gamla“ jeppann sinn, sem er til sýnis fyrir utan Samgöngusafnið í Skógum en Sigurður á heiður skilinn fyrir hvað hann sinnir safninu vel og er alltaf að koma með gamla muni í það til varðveislu, eins og útvarpið frá 1923. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsta heimasmíðaða útvarpstæki landsins, sem smíðað var 1923 á Seyðisfirði vekur nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að útvarpið er nú komið á Samgöngusafnið þar sem gestir geta skoðað það og lesið sig til um sögu þess. Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri á Seyðisfirði smíðaði útvarpstækið og nokkur samskonar í viðbót en hann var mikill áhugamaður um útvörp og útvarpssendingar. „Hann smíðaði það allt saman, kassann og allt tengivirkið, eða bjó það til. Hann hefur flutt inn þessa íhluti sennilega frá Bretlandi og svo útbjó hann bara tækið og hannaði það sjálfur,” segir Sigurður. Tækið er fjögurra lampa smíðað 1923 en Þorsteinn var með risa loftnet fyrir utan heimilið sitt þannig að allt næðist nú vel og heyrðist vel í tækinu. „Og hérna stillir hann næmleikann eins og þegar við erum að stilla útvarpstæki og svo þegar hann hefur ætlað að hlusta á miðbylgjuna þá hefur hann þurft að skipta um spólur í sökklinum,” bætir Sigurður við. Útvarpstækið vekur alltaf mikla athygli á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En virkar útvarpið? „Nei, við höfum ekki reynt að láta það virka.” En af hverju heldur þú að Þorsteinn hafi farið að smíða útvörp, var hann svona forvitinn og vildi vita hvað væri að gerast í heiminum eða hvað? Helstu upplýsingar um útvarpið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þú gast ekkert keypt útvörp, þau kostuðu bara eins og einbýlishús, þannig að hann bara smíðaði þetta út af því, gerði þetta miklu ódýrara,” segir Sigurður. Teikning af tækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins Rangárþing eystra Söfn Fjölmiðlar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að útvarpið er nú komið á Samgöngusafnið þar sem gestir geta skoðað það og lesið sig til um sögu þess. Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri á Seyðisfirði smíðaði útvarpstækið og nokkur samskonar í viðbót en hann var mikill áhugamaður um útvörp og útvarpssendingar. „Hann smíðaði það allt saman, kassann og allt tengivirkið, eða bjó það til. Hann hefur flutt inn þessa íhluti sennilega frá Bretlandi og svo útbjó hann bara tækið og hannaði það sjálfur,” segir Sigurður. Tækið er fjögurra lampa smíðað 1923 en Þorsteinn var með risa loftnet fyrir utan heimilið sitt þannig að allt næðist nú vel og heyrðist vel í tækinu. „Og hérna stillir hann næmleikann eins og þegar við erum að stilla útvarpstæki og svo þegar hann hefur ætlað að hlusta á miðbylgjuna þá hefur hann þurft að skipta um spólur í sökklinum,” bætir Sigurður við. Útvarpstækið vekur alltaf mikla athygli á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En virkar útvarpið? „Nei, við höfum ekki reynt að láta það virka.” En af hverju heldur þú að Þorsteinn hafi farið að smíða útvörp, var hann svona forvitinn og vildi vita hvað væri að gerast í heiminum eða hvað? Helstu upplýsingar um útvarpið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þú gast ekkert keypt útvörp, þau kostuðu bara eins og einbýlishús, þannig að hann bara smíðaði þetta út af því, gerði þetta miklu ódýrara,” segir Sigurður. Teikning af tækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins
Rangárþing eystra Söfn Fjölmiðlar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira