Fyrsta heimasmíðaða útvarp landsins til sýnis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júlí 2024 22:52 Sigurður Harðarson við „gamla“ jeppann sinn, sem er til sýnis fyrir utan Samgöngusafnið í Skógum en Sigurður á heiður skilinn fyrir hvað hann sinnir safninu vel og er alltaf að koma með gamla muni í það til varðveislu, eins og útvarpið frá 1923. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsta heimasmíðaða útvarpstæki landsins, sem smíðað var 1923 á Seyðisfirði vekur nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að útvarpið er nú komið á Samgöngusafnið þar sem gestir geta skoðað það og lesið sig til um sögu þess. Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri á Seyðisfirði smíðaði útvarpstækið og nokkur samskonar í viðbót en hann var mikill áhugamaður um útvörp og útvarpssendingar. „Hann smíðaði það allt saman, kassann og allt tengivirkið, eða bjó það til. Hann hefur flutt inn þessa íhluti sennilega frá Bretlandi og svo útbjó hann bara tækið og hannaði það sjálfur,” segir Sigurður. Tækið er fjögurra lampa smíðað 1923 en Þorsteinn var með risa loftnet fyrir utan heimilið sitt þannig að allt næðist nú vel og heyrðist vel í tækinu. „Og hérna stillir hann næmleikann eins og þegar við erum að stilla útvarpstæki og svo þegar hann hefur ætlað að hlusta á miðbylgjuna þá hefur hann þurft að skipta um spólur í sökklinum,” bætir Sigurður við. Útvarpstækið vekur alltaf mikla athygli á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En virkar útvarpið? „Nei, við höfum ekki reynt að láta það virka.” En af hverju heldur þú að Þorsteinn hafi farið að smíða útvörp, var hann svona forvitinn og vildi vita hvað væri að gerast í heiminum eða hvað? Helstu upplýsingar um útvarpið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þú gast ekkert keypt útvörp, þau kostuðu bara eins og einbýlishús, þannig að hann bara smíðaði þetta út af því, gerði þetta miklu ódýrara,” segir Sigurður. Teikning af tækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins Rangárþing eystra Söfn Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að útvarpið er nú komið á Samgöngusafnið þar sem gestir geta skoðað það og lesið sig til um sögu þess. Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri á Seyðisfirði smíðaði útvarpstækið og nokkur samskonar í viðbót en hann var mikill áhugamaður um útvörp og útvarpssendingar. „Hann smíðaði það allt saman, kassann og allt tengivirkið, eða bjó það til. Hann hefur flutt inn þessa íhluti sennilega frá Bretlandi og svo útbjó hann bara tækið og hannaði það sjálfur,” segir Sigurður. Tækið er fjögurra lampa smíðað 1923 en Þorsteinn var með risa loftnet fyrir utan heimilið sitt þannig að allt næðist nú vel og heyrðist vel í tækinu. „Og hérna stillir hann næmleikann eins og þegar við erum að stilla útvarpstæki og svo þegar hann hefur ætlað að hlusta á miðbylgjuna þá hefur hann þurft að skipta um spólur í sökklinum,” bætir Sigurður við. Útvarpstækið vekur alltaf mikla athygli á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En virkar útvarpið? „Nei, við höfum ekki reynt að láta það virka.” En af hverju heldur þú að Þorsteinn hafi farið að smíða útvörp, var hann svona forvitinn og vildi vita hvað væri að gerast í heiminum eða hvað? Helstu upplýsingar um útvarpið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þú gast ekkert keypt útvörp, þau kostuðu bara eins og einbýlishús, þannig að hann bara smíðaði þetta út af því, gerði þetta miklu ódýrara,” segir Sigurður. Teikning af tækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins
Rangárþing eystra Söfn Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira