„Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 19:18 Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans. Vísir Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir. Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira