„Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 19:18 Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans. Vísir Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir. Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Covid-smitum hefur farið fjölgandi undanfarið en eins og stendur eru 32 í einangrun vegna Covid á Landspítalanum. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar, segir ástæðu til að rifja upp sóttvarnaráðstafanir. „Ég held að það ættu allir að rifja þetta upp. Þetta er svo einfalt og er svo áhrifaríkt að bara rjúfa smitleiðir með því að þvo sér um hendurnar og gæta sín og vera meðvitaður um að það eru alls konar veirur á sveimi.“ Covid nánast árstíðabundið Hildur segir að Covid sé núna nánast orðið árstíðabundið en smitum hefur fjölgað síðustu þrjú sumur. Veiran hefur greinst á átta deildum en Landspítalinn hefur gripið til aðgerða vegna þessa. „Við gripum til ráðstafanna í dag sem taka gildi klukkan átta í fyrramálið til að herða aðeins á okkar reglubundnu sóttvörnum. Covid hefur farið á ansi mikið flug í samfélaginu núna í sumar og undanfarnar vikur eins og reyndar síðustu sumur og auðvitað með reglubundnum hætti yfir veturinn. Covid er alltaf einhvern veginn með okkur.“ Mega ekki við því að missa nokkurn mann Meðal aðgerða til að sporna gegn fjölgun Covid-smita innan Landspítalans má nefna reglulega handhreinsun, grímuskyldu í öllum samskiptum við sjúklinga en einnig verður heimsóknartími takmarkaður. Þá verður heimilt að loka fyrir allar heimsóknir á deildum þar sem Covid-smit berast á milli fólks. Hildur segir að enginn sjúklingur sé þungt haldinn vegna Covid en að ástandið valdi manneklu á sumum deildum spítalans. „Töluvert mikið af starfsfólki er að veikjast og það er þá frá í nokkra daga því fólk fær hita og beinverki og verður lasið og þarf að liggja þetta úr sér og við megum ekki við því að missa nokkurn mann yfir hábjargræðistímann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira