Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2024 11:27 Mynd úr fyrri leik liðanna á Hlíðarenda áður en allt sauð upp úr. Vísir / Anton Brink Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
„Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti