Tekjur mestar í Vestmannaeyjum og minnstar í Tjörneshreppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 10:19 Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Miðgildið var 7,6 milljónir króna á ári, sem þýðir að helmingur einstaklinga var með laun yfir 636 þúsundum króna á mánuði. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni. Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni.
Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira