Lífið

Richard Simmons látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Simmons árið 2010. 
Simmons árið 2010.  Getty

Bandaríski líkamsræktarfrömuðurinn Richard Simmons er látinn, 76 ára að aldri. 

Talsmaður hans staðfestir þetta við erlenda miðla. Í umfjöllun ABC segir að starfsmaður á heimili Simmons hafi komið að honum látnum á laugardag, en hann fagnaði 76 ára afmæli á föstudaginn. Talið er að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. 

Simmons hóf feril sinn í líkamsrækt á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hann opnaði líkamsræktarstöðina Slimmons í Beverly Hills hverfi í Kaliforníu. Hann talaði iðulega um að hafa glímt við ofþyngd sem barn.

Þá gaf hann út tólf bækur sem ýmist fjölluðu um líkamsrækt, hollt mataræði eða golf. 

Simmons er þó líklega þekktastur fyrir geysivinsæl líkamsræktarmyndbönd sín, sem áttu þátt í að hrinda af stað miklum vinsældum þolfimi í Bandaríkjunum. Þá var hann þáttastjórnandi The Richard Simmons Show, spjallþátta um líkamsrækt. Þættirnir hlutu fern verðlaun á Emmy-sjónvarpsverðlaununum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×