Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag. Maðurinn hét Corey Comperatore. „Eiginkona hans sagði mér frá því að hann hafi stokkið í veg fyrir fjölskyldu sína til að verja hana,“ sagði Shapiro á fundinum.
Hann hvatti Bandaríkjamenn til að flagga í hálfa fánastöng til heiðurs Comperatore, sem hann segir hafa unnið hetjudáð með því að fórna lífi sínu í þágu fjölskyldunnar.