Brutu sennilega samkeppnislög með ótímabærri markaðssetningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 22:22 Síminn hf undirritaði kaupsamning í júní um kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem heldur utan um innlendan rekstur Noona Labs ehf. Til stendur að Síminn Pay, dótturfyrirtæki Símans, muni stýra sameiginlegum rekstri fyrirtækjanna. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að fullbúin tilkynning um kaup Símans á öllu hlutafé Noona hafi verið tilkynnt Samkeppniseftirlitinu þann 4. júlí, og athugun eftirlitsins sé því nýhafin. Fari kaupin fram sem skyldi, mun Síminn taka yfir allan rekstur Noona labs á Íslandi. Þá segir að gögn gefi til kynna að samrunaaðilar hafi þegar hafið markaðssetningu gagnvart nýjum viðskiptavinum á grundvelli samrunans. Gögnin gefi jafnframt til kynna að Noona hafi náð til sín nýjum viðskiptavinum á grundvelli þessarar markaðssetningar. „Í samkeppnisrétti ESB/EES og íslenskum rétti er lögð á það áhersla að samrunafyrirtæki framkvæmi ekki samruna fyrr en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að rannsaka samkeppnisleg áhrif hans lögum samkvæmt,“ segir í mati eftirlitsins. Þess vegna sé mælt fyrir um skyldu Símans og Noona að láta af allri markaðssetningu á grundvelli samrunans. „Með bráðabirgðaákvörðun þessari er leitast við að tryggja að framkvæmd samrunans sé stöðvuð á meðan eftirlitið fjallar um hann. Í framhaldinu mun Samkeppniseftirlitið taka hin sennilegu brot til nánari rannsóknar,“ segir Samkeppniseftirlitið. Tekið er skýrt fram að í ákvörðuninni felist engin afstaða til kaupa Símans á Noona. Rannsókn sé á fyrstu stigum. Samkeppnismál Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að fullbúin tilkynning um kaup Símans á öllu hlutafé Noona hafi verið tilkynnt Samkeppniseftirlitinu þann 4. júlí, og athugun eftirlitsins sé því nýhafin. Fari kaupin fram sem skyldi, mun Síminn taka yfir allan rekstur Noona labs á Íslandi. Þá segir að gögn gefi til kynna að samrunaaðilar hafi þegar hafið markaðssetningu gagnvart nýjum viðskiptavinum á grundvelli samrunans. Gögnin gefi jafnframt til kynna að Noona hafi náð til sín nýjum viðskiptavinum á grundvelli þessarar markaðssetningar. „Í samkeppnisrétti ESB/EES og íslenskum rétti er lögð á það áhersla að samrunafyrirtæki framkvæmi ekki samruna fyrr en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að rannsaka samkeppnisleg áhrif hans lögum samkvæmt,“ segir í mati eftirlitsins. Þess vegna sé mælt fyrir um skyldu Símans og Noona að láta af allri markaðssetningu á grundvelli samrunans. „Með bráðabirgðaákvörðun þessari er leitast við að tryggja að framkvæmd samrunans sé stöðvuð á meðan eftirlitið fjallar um hann. Í framhaldinu mun Samkeppniseftirlitið taka hin sennilegu brot til nánari rannsóknar,“ segir Samkeppniseftirlitið. Tekið er skýrt fram að í ákvörðuninni felist engin afstaða til kaupa Símans á Noona. Rannsókn sé á fyrstu stigum.
Samkeppnismál Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira