Óttast að olíufélögin hækki álagningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 21:22 Runólfur segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að álagning á bensín og olíu hækki ekki, þegar bensín- og díselskattar verða felldir brott á næsta ári. Ívar Fannar/Vilhelm Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. „Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum. Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum.
Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50