Norður-Kórea er víða Ingvar Smári Birgisson skrifar 12. júlí 2024 13:01 Kim Il-Sung, hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, stjórnaði landinu með harðri hendi til dauðadags árið 1994. Það var ekki til sá kimi samfélagsins sem laut ekki stjórn hans. Atvinnulífið hafði í heild sinni verið ríkisvætt og hafði hann alla þræði í hendi sér. Fjölmiðlar landsins, sem allir voru í eigu ríkisins, birtu aldrei neikvæðar fréttir um ríkisstjórnina eða persónulega hagi forsetans. Þá voru fréttir ýktar eða uppdiktaðar svo bersýnilega að þær þóttu hlægilegar í augum utanaðkomandi. Eitt dæmi um þetta er að norður-kóreskir fjölmiðlar fjölluðu aldrei um heilsufar forsetans með neikvæðum hætti. Á áttunda áratugnum byrjaði æxli að vaxa út úr hnakka forsetans sem stækkaði með hverju árinu og var að minnsta kosti á stærð við hafnabolta. Svo stórt var æxlið að það gat ekki dulist neinum manni sem hitti hann í eigin persónu. Í raun þurfi meiri leikni en ekki til að taka myndir af forsetanum sem huldu æxlið. Þrátt fyrir þetta birtust engar myndir af æxlinu í norður-kóreskum fjölmiðlum og má ætla að langstærstum hluta íbúa landsins hafi verið ókunnugt um veikindi forsetans. Stórmerkilegt en að mörgu leyti skiljanlegt, enda stjórnaði Kim Il-Sung öllum fjölmiðlum og þar með upplýsingaflæði til íbúanna. Keisarinn var nakinn en enginn þorði (skiljanlega) að benda á það. Hér má sjá mynd af æxlinu sem prýddi hnakka Kim Il-Sung, hins eilífa forseta Norður-Kóreu. Við getum öll skilið ritstjórana í Pyongyang á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þeir sem voru ekki endanlega kalkaðir af kommúnisma og persónuleikadýrkun hlutu að velta fyrir sér fáránleikanum í þessu öllu. Og sömu ritstjórar horfðu eflaust löngunaraugum til Vesturlanda þar sem fjölmiðlar starfa hvað frjálsastir. Þar gæti það varla gerst að forseti gengi kviknakinn um göturnar án þess að einhver myndi benda á það. Eða hvað? Veikindi núverandi Bandaríkjaforseta, Joe Biden, eru ekki beint ný af nálinni. Þeir sem hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum náið hafa horft upp á forseta sem er bersýnilega veikur. Biden hefur um margra ára skeið forðast að mæta á fundi með almenningi þar sem hann gæti þurft að svara óundirbúnum spurningum. Sömuleiðis fer hann helst í viðtöl hjá fjölmiðlum sem gefa honum einfaldar spurningar fyrirfram og nær allar ræður sem hann flytur eru lesnar af skjá. En þrátt fyrir að aðstoðarmenn forsetans búi svo hnútana að sem minnstar líkur séu á feilspori má finna fjöldan allan af myndskeiðum þar sem hann ruglast í ríminu, misskilur aðstæður hrapallega eða ráfar um sviðið eins og hann viti ekki hvort hann sé að koma eða fara. Veikindin sem slík eru ekkert rannsóknarefni. Biden er gamall og eflaust að glíma við þau vandamál sem ellin hefur í för með sér. Hið verðuga rannsóknarefni er áhugaleysi fjölmiðla á veikindum forsetans, sömu fjölmiðla og hafa altént látið höggin dynja á forverum Bidens ef framkoma þeirra og fas var eitthvað annað en fullkomið. Ólíkt Norður-Kóreu var enginn sem gaf fyrirskipanir um að það ætti ekki að fjalla um veikindi forsetans heldur kom ritskoðunin að innan og var afleiðing aðstæðna en ekki fyrirskipana. Óttinn við að Trump settist aftur á valdastól varð sannleiksástinni yfirsterkari. Sumir fjölmiðlar véku vissulega að veikindum forsetans en heilt yfir var það ekki gert nema með yfirborðskenndum hætti. Frekar var reynt að stappa stálinu í stuðningsmenn hans um að hann væri í raun beittari en nokkru sinni fyrr. Í kappræðunum um daginn fór svo lokið endanlega af pottinum og hafa fjölmiðlar, einn af öðrum, farið að fjalla um það sem var augljóst allan tímann. Á undarlegan hátt hefur meðvirkni fjölmiðla, sem átti að varða veg Bidens að endurkjöri, líklega aukið líkurnar á því að Trump vinni annan kosningasigur. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta allt endar en eitt er ljóst. Fjölmiðlar hafa beðið mikla álitshnekki í þessum forsetakosningum og þarf vart að spyrja hví traust almennings gagnvart þeim fer minnkandi. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Sjá meira
Kim Il-Sung, hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, stjórnaði landinu með harðri hendi til dauðadags árið 1994. Það var ekki til sá kimi samfélagsins sem laut ekki stjórn hans. Atvinnulífið hafði í heild sinni verið ríkisvætt og hafði hann alla þræði í hendi sér. Fjölmiðlar landsins, sem allir voru í eigu ríkisins, birtu aldrei neikvæðar fréttir um ríkisstjórnina eða persónulega hagi forsetans. Þá voru fréttir ýktar eða uppdiktaðar svo bersýnilega að þær þóttu hlægilegar í augum utanaðkomandi. Eitt dæmi um þetta er að norður-kóreskir fjölmiðlar fjölluðu aldrei um heilsufar forsetans með neikvæðum hætti. Á áttunda áratugnum byrjaði æxli að vaxa út úr hnakka forsetans sem stækkaði með hverju árinu og var að minnsta kosti á stærð við hafnabolta. Svo stórt var æxlið að það gat ekki dulist neinum manni sem hitti hann í eigin persónu. Í raun þurfi meiri leikni en ekki til að taka myndir af forsetanum sem huldu æxlið. Þrátt fyrir þetta birtust engar myndir af æxlinu í norður-kóreskum fjölmiðlum og má ætla að langstærstum hluta íbúa landsins hafi verið ókunnugt um veikindi forsetans. Stórmerkilegt en að mörgu leyti skiljanlegt, enda stjórnaði Kim Il-Sung öllum fjölmiðlum og þar með upplýsingaflæði til íbúanna. Keisarinn var nakinn en enginn þorði (skiljanlega) að benda á það. Hér má sjá mynd af æxlinu sem prýddi hnakka Kim Il-Sung, hins eilífa forseta Norður-Kóreu. Við getum öll skilið ritstjórana í Pyongyang á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þeir sem voru ekki endanlega kalkaðir af kommúnisma og persónuleikadýrkun hlutu að velta fyrir sér fáránleikanum í þessu öllu. Og sömu ritstjórar horfðu eflaust löngunaraugum til Vesturlanda þar sem fjölmiðlar starfa hvað frjálsastir. Þar gæti það varla gerst að forseti gengi kviknakinn um göturnar án þess að einhver myndi benda á það. Eða hvað? Veikindi núverandi Bandaríkjaforseta, Joe Biden, eru ekki beint ný af nálinni. Þeir sem hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum náið hafa horft upp á forseta sem er bersýnilega veikur. Biden hefur um margra ára skeið forðast að mæta á fundi með almenningi þar sem hann gæti þurft að svara óundirbúnum spurningum. Sömuleiðis fer hann helst í viðtöl hjá fjölmiðlum sem gefa honum einfaldar spurningar fyrirfram og nær allar ræður sem hann flytur eru lesnar af skjá. En þrátt fyrir að aðstoðarmenn forsetans búi svo hnútana að sem minnstar líkur séu á feilspori má finna fjöldan allan af myndskeiðum þar sem hann ruglast í ríminu, misskilur aðstæður hrapallega eða ráfar um sviðið eins og hann viti ekki hvort hann sé að koma eða fara. Veikindin sem slík eru ekkert rannsóknarefni. Biden er gamall og eflaust að glíma við þau vandamál sem ellin hefur í för með sér. Hið verðuga rannsóknarefni er áhugaleysi fjölmiðla á veikindum forsetans, sömu fjölmiðla og hafa altént látið höggin dynja á forverum Bidens ef framkoma þeirra og fas var eitthvað annað en fullkomið. Ólíkt Norður-Kóreu var enginn sem gaf fyrirskipanir um að það ætti ekki að fjalla um veikindi forsetans heldur kom ritskoðunin að innan og var afleiðing aðstæðna en ekki fyrirskipana. Óttinn við að Trump settist aftur á valdastól varð sannleiksástinni yfirsterkari. Sumir fjölmiðlar véku vissulega að veikindum forsetans en heilt yfir var það ekki gert nema með yfirborðskenndum hætti. Frekar var reynt að stappa stálinu í stuðningsmenn hans um að hann væri í raun beittari en nokkru sinni fyrr. Í kappræðunum um daginn fór svo lokið endanlega af pottinum og hafa fjölmiðlar, einn af öðrum, farið að fjalla um það sem var augljóst allan tímann. Á undarlegan hátt hefur meðvirkni fjölmiðla, sem átti að varða veg Bidens að endurkjöri, líklega aukið líkurnar á því að Trump vinni annan kosningasigur. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta allt endar en eitt er ljóst. Fjölmiðlar hafa beðið mikla álitshnekki í þessum forsetakosningum og þarf vart að spyrja hví traust almennings gagnvart þeim fer minnkandi. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar