Ber endurhæfing ávöxt? Berglind Gunnarsdóttir og skrifa 13. júlí 2024 08:00 Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun