Uppskeruhátíð öldrunarfræða á Norðurlöndum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar 12. júlí 2024 11:57 27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun