Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2024 11:12 Grímseyjarferjan átti að leysa Hríseyjarferjunar Sævar af, sem hér sést á mynd. Það gekk ekki sem skildi. Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. „Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við. Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
„Þetta er svo sem ekki flókið. Mast kom hingað í heimsókn og gerðu athugasemdir sem við höfum bara brugðist við. Eins og gengur í þessum bransa.“ segir Skarphéðinn Jósepsson verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood í samtali við Vísi. Matvælastofnun stöðvaði fiskvinnsluna í síðustu viku „vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum“. „Við brugðumst við þessu í góðu samvinnu við Matvælastofnun. Afskaplega gott samstarf við það góða fólk. Þetta voru mistök hjá okkur sem við erum búin að leiðrétta.“ Vandamál sem fylgja starfsemi á eyju Hann segir lokunina hafa komið stjórnendum á óvart. Rót vandans megi rekja til þess þegar báðar ferjurnar, sem sinna flutningi milli Árskógarsands og Hríseyjar, voru bilaðar í maí. Hríseyjarferjan Sævar hafi farið í áætlaðan slipp en Grímseyjarferjan, sem leysa átti Sævar af, bilað óvænt. Annar bátur leysti farþegaferjuna af, sem ekki gat flutt vörur Hríseyjar. „Við þurftum að bregðast við þessu því með því að flytja fiskinn í land á okkar eigin bátum og einhverju var stungið til hliðar sem átti ekki að vera stungið til hliðar. Og gleymdist svo í framhaldinu,“ segir Skarphéðinn. Fiskurinn hafi þannig safnast upp og útundan varð að ganga frá, án þess að stjórnendur hafi verið meðvitaðir um það hvernig í pottinn var búið. „Það er ýmislegt sem fylgir því að búa á eyju og reka starfsemi. Alls konar vandamál sem fylgja því.“ Nú sé hins vegar búið að samþykkja úrbætur Hríseyjar Seafood af Mast. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvernig málið hafi borist til Mast. Það sé aðeins þeirra að bregðast við.
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hrísey Dalvíkurbyggð Byggðamál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira