Höfða mál vegna dauða sonar síns af völdum One Chip Challenge Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 08:21 Wolobah veiktist í skólanum sínum eftir að hafa neytt One Chip Challenge með vinum sínum. Foreldrar Harris Wolobah, sem lést eftir að hafa tekið þátt í „einnar flögu áskoruninni“ (e. One Chip Challenge) hafa höfðað mál á hendur Paqui, framleiðanda flögunnar. One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira