„Hefðum átt að fá allavega eitt víti í viðbót“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2024 23:00 Chris Shields klúðraði einu víti og vildi fá annað. vísir / pawel Chris Shields fyrirliði Linfield var að vonum svekktur eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Emil Atlason skoraði fyrra mark Stjörnunnar og seinna var sjálfsmark eftir undirbúning Emils. Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“ Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð