Fótbolti

Öryggis­vörður laminn eftir leik og lög­regla kölluð til

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ráðist var á öryggisgæsluna eftir leik Vals og Vllaznia. 
Ráðist var á öryggisgæsluna eftir leik Vals og Vllaznia.  skjáskot

Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur.

Valur jafnaði þegar komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma og það voru Vllaznia-menn alls ekki sáttir við. Þegar leikmenn gengu af velli reyndu þeir að brjóta sér leið að leikmönnum Vals en öryggisgæsla stóð í vegi fyrir þeim.

Á meðfylgjandi myndskeiði sést þegar einn stuðningsmaður liðsins slær til öryggisvarðar og átök brjótast út í kjölfarið.

Klippa: Læti eftir leik á Hlíðarenda

Undir lokin virtist hafa tekist að róa mannskapinn niður en samkvæmt heimildum Vísis brutust átökin aftur út fyrir utan leikvanginn.

Hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Lögregla var kölluð til og mætti á staðinn í stórri bifreið. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×