Arnar: Maður fær ekki allt sem maður á skilið Árni Jóhannsson skrifar 11. júlí 2024 21:45 Arnar Grétarsson fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia. Vísir / Anton Brink Valur náði í jafntefli gegn Vllaznia í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leiknum lauk 2-2 en Ólafur Karl Finsen jafnaði metin þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Arnar Grétarsson var svekktur en þó þokkalega sáttur að fara ekki út með tap á bakinu. „Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“ Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
„Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“
Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00