Ráðningar og arftakaáætlanir Andrés Jónsson og Eva Ingólfsdóttir skrifa 10. júlí 2024 17:02 Stjórnandi í viðskiptalífinu sagði frá því nýverið að alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið L'Oréal ráði aldrei fólk án þess að máta það áður í allavega þrjú önnur störf innan fyrirtækisins. Störf sem viðkomandi geti mögulega vaxið upp í að sinna síðar meir. Þó að ekki séu öll fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að geta hugsað á þennan hátt þá lýsir þetta ákveðinni áherslu á að styðja fólk til að þróast í starfi og byggja upp fólkið sem fyrirtækið mun þurfa á að halda eftir nokkur ár. Að hugsa, strax í ráðningarferlinu, hvaða aðrar stöður viðkomandi geti þróast í að sinna. Hvernig þú getir eflt þennan einstakling og hjálpað að vaxa, bæði fyrirtækinu og honum sjálfum til heilla. Þetta er ekki ósvipað hugsuninni sem býr að baki arftakaáætlunum, sem töluvert hafa verið í umræðunni að undanförnu. Það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem hafa tekið upp það vinnulag en að okkar mati þá getur það virkað hvetjandi fyrir einstaklinga að vera valdir til að vera hluti af arftakaáætlun. Afraksturinn geti verið meiri tryggð og meiri metnaður í starfi. Arftakaáætlun snýst um að við skilgreinum þær lykilstöður sem krefjast mikilvægrar þekkingar, færni og hæfni og kortleggjum hvaða einstaklingar innan fyrirtækisins geti hugsanlega tekið við þeim hlutverkun í framtíðinni. Það auðveldar okkur bæði ákvarðanir varðandi stöðuhækkanir og skipulagsbreytingar og jafnframt hvernig við hyggjumst styðja við þjálfun og starfsþróun þessara aðila. Síðan ætti það að skila okkur enn betri ráðningarákvörðunum. Höfundar eru ráðgjafar Góðra samskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórnandi í viðskiptalífinu sagði frá því nýverið að alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið L'Oréal ráði aldrei fólk án þess að máta það áður í allavega þrjú önnur störf innan fyrirtækisins. Störf sem viðkomandi geti mögulega vaxið upp í að sinna síðar meir. Þó að ekki séu öll fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að geta hugsað á þennan hátt þá lýsir þetta ákveðinni áherslu á að styðja fólk til að þróast í starfi og byggja upp fólkið sem fyrirtækið mun þurfa á að halda eftir nokkur ár. Að hugsa, strax í ráðningarferlinu, hvaða aðrar stöður viðkomandi geti þróast í að sinna. Hvernig þú getir eflt þennan einstakling og hjálpað að vaxa, bæði fyrirtækinu og honum sjálfum til heilla. Þetta er ekki ósvipað hugsuninni sem býr að baki arftakaáætlunum, sem töluvert hafa verið í umræðunni að undanförnu. Það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem hafa tekið upp það vinnulag en að okkar mati þá getur það virkað hvetjandi fyrir einstaklinga að vera valdir til að vera hluti af arftakaáætlun. Afraksturinn geti verið meiri tryggð og meiri metnaður í starfi. Arftakaáætlun snýst um að við skilgreinum þær lykilstöður sem krefjast mikilvægrar þekkingar, færni og hæfni og kortleggjum hvaða einstaklingar innan fyrirtækisins geti hugsanlega tekið við þeim hlutverkun í framtíðinni. Það auðveldar okkur bæði ákvarðanir varðandi stöðuhækkanir og skipulagsbreytingar og jafnframt hvernig við hyggjumst styðja við þjálfun og starfsþróun þessara aðila. Síðan ætti það að skila okkur enn betri ráðningarákvörðunum. Höfundar eru ráðgjafar Góðra samskipta.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar