Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í Dubai Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:49 Towey varð fyrir hrottalegri árás í Dubai. Detained in Dubai Ung írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tilraun til sjálfsvígs. Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita sér fyrir lausn hennar. Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas. Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas.
Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira