Elísabet aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum: „Virkilega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 07:31 Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð í fimmtánda sæti á Evrópumótinu í Róm en hún keppti þar stuttu eftir langt ferðalag frá Bandaríkjunum. @elisabet0 Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti frábært tímabil en því miður hennar vegna þá endaði tímabilið í byrjun júlí en ekki á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira