Fótbolti

Guð­mundur mættur í armenska boltann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson í vináttulandsleik gegn Pólverjum.
Guðmundur Þórarinsson í vináttulandsleik gegn Pólverjum. Getty/Mateusz Slodkowski

Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson hefur gert eins árs samning við armenska félagið FC Noah með möguleika á eins árs framlengingu. 

Hann kemur til félagsins frá gríska liðinu OFI Crete.

Á sínum ferli hefur Guðmundur leikið með Sarpsborg, Nordjælland, Rosenborg, Norrköping, New York City AaB en nú mættur til Armeníu.

Bakvörðurinn hefur verið í borginni Yerevan síðustu daga að klára samning sinn við klúbbinn. Eigandi félagsins er Vardges Vardanyan sem er heldur betur stórhuga og stefnir hann á það að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu.

Rætt verður við Guðmund í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×