Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2024 09:04 Stefán Einar hefur vakið athygli að undanförnu fyrir þætti sína og hispurslausar spurningar. Sem hann telur það eina heiðarlega fyrir fjölmiðlamann að gera; spyrja hreint út. vísir/vilhelm Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. Stefán Einar er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Hann segir fólkið sem helst vilji þagga umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Þurfti að fylla í það skarð sem Egill Helgason skildi eftir sig „Mbl er gríðarlega vel og mikið lesinn vefur, en við höfðum kannski ekki verið mikið í að stinga á stóru kýlunum áður en við fórum af stað með Spursmál. Það sem ýtti okkur fram af hengifluginu og kom okkur ákveða að fara af stað var sú ákvörðun RÚV að taka Silfrið af sunnudagsmorgnum og yfir á mánudagskvöld. Sem er ákvörðun sem mér fannst alveg sturluð,“ segir Stefán Einar. Ljóst er að margir hafa viljað fylla í það skarð og þeirra á meðal er svo Samstöðin en Gunnar Smári Egilsson, erkióvinur Stefáns, er einmitt á þeim slóðum líka með sína þáttagerð. „Silfrið var í raun mjög góður þáttur, en hafði slappast við að Egill Helgason var ekki við stjórn alla sunnudaga. Í svona þáttum er algjört lykilatriði að það sé sama röddin og sama nálgunin þátt eftir þátt. Þannig að við látum vaða í þetta og ég gaf það strax út að það yrði talað tæpitungulaust, þjarmað að fólki og það krafið um svör.“ Stefán Einar hefur verið óhræddur við að ræða innflytjendamál og er því af mörgum talinn húrrandi rasisti. Stefán telur það glópsku að vilja afgreiða málin þannig.vísir/vilhelm Stefán segist lengi hafa verið orðinn þreyttur á fjölmiðlum þar sem fyrir fram ákveðið handrit liggur fyrir og viðmælandinn getur bara svarað einhverju út í loftið án þess að vera spurður nánar. „Í raun bara froða þar sem svarið er við einverri allt annarri spurningu en var spurt,” segir Stefán. Hann segir þá tegund af þáttastjórnun sem hann heldur uppi í Spursmálum vera þekkta erlendis og í raun sé eftirsóknarvert af ráðamönnum að mæta í þætti þar sem þjarmað er að þeim: „Íslendingar eru kannski ekki vanir þessu, en þetta er bara mjög eðlileg blaðamennska og viðbrögðin við þættinum sýna að það er eftirspurn eftir þessu.” Baldur og kynlífsklúbbarnir Stefán ræðir í þættinum um hið alræmda viðtal sem hann tók við Baldur Þórhallsson í aðdraganda forsetakosninganna, þar sem margir voru ósáttir við það hvernig hann spurði: „Það getur verið erfitt fyrir þann sem í hlut á að átta sig á því hve stór hópur fólks er að tala um eitthvað sem snýr að viðkomandi. Í mínum huga er þá betra að það komi bein spurning frá fjölmiðlamanni, heldur en að það séu bara í gangi kjaftasögur og svo komi kannski einhver yfirlýsing út af þeim.“ Stefán segir eina helstu gagnrýni sem hann fékk yfir sig hafa snúið að spurningu um myndir af Baldri í kynlífsklúbbi í Berlín og París. „Eins og allir vita var umræðan ekki bara um þær myndir, heldur alls kyns sögusagnir um myndsendingar í gegnum Grinder-forritið og fleira í þeim dúr. Menn sögðu þetta hefði verið mjög fjandsamlegt og ó-Moggalegt að bera þetta upp við Baldur. En ég einfaldlega skynjaði það í aðdraganda viðtalsins að fólk var að velta þessu fyrir sér úti um allt samfélag. Ég held að það hafi verið sérstaklega gott tækifæri fyrir Baldur að fá þessa spurningu bara beint og fá að svara þessu.“ Stefán segir það persónulega óþægilegt að bera upp spurningar sem þessar í návígi við viðkomandi. „Það er ekki eftirsóknarvert, en Baldur komst mjög vel frá þessu að mínu mati og í raun bara styrkt stöðu sína með svörum sínum um þetta tiltekna mál.” Þora ekki að hleypa dætrum sínum út Í þættinum ræðir Stefán jafnframt um mál sem hann segir hafa verið ákveðið feimnismál að ræða í samfélaginu af ótta við að fá á sig stimpla um að maður sé slæm manneskja, eins og til dæmis innflytjendamál: „Það er ekki hægt að afgreiða alla umræðu þannig að þeir sem eru ekki sammála vinsælustu skoðuninni séu bara afgreiddir sem slæmar manneskjur. Staðan í innflytjendamálum er til dæmis orðin þannig að sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „ghettó“ og í raun er bara orðið algjört ófremdarástand. Stefán Einar vill að sett verði upp móttökustöð við hliðina á Kaffi Vest, þó ekki sé nema til að athuga hvort nimbíisminn leynist meðal þeirra sem hæst tala um útlendingaandúð.vísir/vilhelm Þetta eru mikið til ungir menn sem eðli málsins samkvæmt eru ekki endilega á góðum stað í lífinu. Og þar ríkja gildi sem eru talsvert ólík okkar. Ég á vini sem búa þarna á svæðinu sem eiga barnungar dætur sem þeir þora ekki að hleypa út á kvöldin og í raun fá þær bara ekki að fara út án eftirlits. Af ótta við það sem er í gangi í nærumhverfinu.“ Menn stimplaðir rasistar við minnsta tilefni Stefán Einar vísar því alfarið á bug að þetta megi flokka sem útlendingaandúð. „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Og hann bætir því við að fólkið sem helst ráðist á þá sem vilja ræða þessi mál búi á stöðum þar sem er mjög lítið um vandamál vegna innflytjenda. Þetta er ekki þeirra veruleiki: „Ég held að það færi mjög vel á því að við kæmum upp mjög öflugri móttöku fyrir flóttamenn í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég er ekki að grínast. Helst í húsinu við hliðina á Kaffi Vest. Þar ættum við að búa til aðstöðu þar sem þetta fólk bíður afgreiðslu sinna mála og stikar göturnar á meðan og er í raun þá í sama fasa og nú er að eiga sér stað á Reykjanesinu. Þetta fólk sem er svona miklu betur innrætt en ég hlýtur að vera hlynnt því að búa nálægt flóttafólki á meðan það bíður afgreiðslu sinna mála.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Stefán og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Fjölmiðlar Podcast með Sölva Tryggva Samfélagsmiðlar Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stefán Einar er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Hann segir fólkið sem helst vilji þagga umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Þurfti að fylla í það skarð sem Egill Helgason skildi eftir sig „Mbl er gríðarlega vel og mikið lesinn vefur, en við höfðum kannski ekki verið mikið í að stinga á stóru kýlunum áður en við fórum af stað með Spursmál. Það sem ýtti okkur fram af hengifluginu og kom okkur ákveða að fara af stað var sú ákvörðun RÚV að taka Silfrið af sunnudagsmorgnum og yfir á mánudagskvöld. Sem er ákvörðun sem mér fannst alveg sturluð,“ segir Stefán Einar. Ljóst er að margir hafa viljað fylla í það skarð og þeirra á meðal er svo Samstöðin en Gunnar Smári Egilsson, erkióvinur Stefáns, er einmitt á þeim slóðum líka með sína þáttagerð. „Silfrið var í raun mjög góður þáttur, en hafði slappast við að Egill Helgason var ekki við stjórn alla sunnudaga. Í svona þáttum er algjört lykilatriði að það sé sama röddin og sama nálgunin þátt eftir þátt. Þannig að við látum vaða í þetta og ég gaf það strax út að það yrði talað tæpitungulaust, þjarmað að fólki og það krafið um svör.“ Stefán Einar hefur verið óhræddur við að ræða innflytjendamál og er því af mörgum talinn húrrandi rasisti. Stefán telur það glópsku að vilja afgreiða málin þannig.vísir/vilhelm Stefán segist lengi hafa verið orðinn þreyttur á fjölmiðlum þar sem fyrir fram ákveðið handrit liggur fyrir og viðmælandinn getur bara svarað einhverju út í loftið án þess að vera spurður nánar. „Í raun bara froða þar sem svarið er við einverri allt annarri spurningu en var spurt,” segir Stefán. Hann segir þá tegund af þáttastjórnun sem hann heldur uppi í Spursmálum vera þekkta erlendis og í raun sé eftirsóknarvert af ráðamönnum að mæta í þætti þar sem þjarmað er að þeim: „Íslendingar eru kannski ekki vanir þessu, en þetta er bara mjög eðlileg blaðamennska og viðbrögðin við þættinum sýna að það er eftirspurn eftir þessu.” Baldur og kynlífsklúbbarnir Stefán ræðir í þættinum um hið alræmda viðtal sem hann tók við Baldur Þórhallsson í aðdraganda forsetakosninganna, þar sem margir voru ósáttir við það hvernig hann spurði: „Það getur verið erfitt fyrir þann sem í hlut á að átta sig á því hve stór hópur fólks er að tala um eitthvað sem snýr að viðkomandi. Í mínum huga er þá betra að það komi bein spurning frá fjölmiðlamanni, heldur en að það séu bara í gangi kjaftasögur og svo komi kannski einhver yfirlýsing út af þeim.“ Stefán segir eina helstu gagnrýni sem hann fékk yfir sig hafa snúið að spurningu um myndir af Baldri í kynlífsklúbbi í Berlín og París. „Eins og allir vita var umræðan ekki bara um þær myndir, heldur alls kyns sögusagnir um myndsendingar í gegnum Grinder-forritið og fleira í þeim dúr. Menn sögðu þetta hefði verið mjög fjandsamlegt og ó-Moggalegt að bera þetta upp við Baldur. En ég einfaldlega skynjaði það í aðdraganda viðtalsins að fólk var að velta þessu fyrir sér úti um allt samfélag. Ég held að það hafi verið sérstaklega gott tækifæri fyrir Baldur að fá þessa spurningu bara beint og fá að svara þessu.“ Stefán segir það persónulega óþægilegt að bera upp spurningar sem þessar í návígi við viðkomandi. „Það er ekki eftirsóknarvert, en Baldur komst mjög vel frá þessu að mínu mati og í raun bara styrkt stöðu sína með svörum sínum um þetta tiltekna mál.” Þora ekki að hleypa dætrum sínum út Í þættinum ræðir Stefán jafnframt um mál sem hann segir hafa verið ákveðið feimnismál að ræða í samfélaginu af ótta við að fá á sig stimpla um að maður sé slæm manneskja, eins og til dæmis innflytjendamál: „Það er ekki hægt að afgreiða alla umræðu þannig að þeir sem eru ekki sammála vinsælustu skoðuninni séu bara afgreiddir sem slæmar manneskjur. Staðan í innflytjendamálum er til dæmis orðin þannig að sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „ghettó“ og í raun er bara orðið algjört ófremdarástand. Stefán Einar vill að sett verði upp móttökustöð við hliðina á Kaffi Vest, þó ekki sé nema til að athuga hvort nimbíisminn leynist meðal þeirra sem hæst tala um útlendingaandúð.vísir/vilhelm Þetta eru mikið til ungir menn sem eðli málsins samkvæmt eru ekki endilega á góðum stað í lífinu. Og þar ríkja gildi sem eru talsvert ólík okkar. Ég á vini sem búa þarna á svæðinu sem eiga barnungar dætur sem þeir þora ekki að hleypa út á kvöldin og í raun fá þær bara ekki að fara út án eftirlits. Af ótta við það sem er í gangi í nærumhverfinu.“ Menn stimplaðir rasistar við minnsta tilefni Stefán Einar vísar því alfarið á bug að þetta megi flokka sem útlendingaandúð. „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Og hann bætir því við að fólkið sem helst ráðist á þá sem vilja ræða þessi mál búi á stöðum þar sem er mjög lítið um vandamál vegna innflytjenda. Þetta er ekki þeirra veruleiki: „Ég held að það færi mjög vel á því að við kæmum upp mjög öflugri móttöku fyrir flóttamenn í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég er ekki að grínast. Helst í húsinu við hliðina á Kaffi Vest. Þar ættum við að búa til aðstöðu þar sem þetta fólk bíður afgreiðslu sinna mála og stikar göturnar á meðan og er í raun þá í sama fasa og nú er að eiga sér stað á Reykjanesinu. Þetta fólk sem er svona miklu betur innrætt en ég hlýtur að vera hlynnt því að búa nálægt flóttafólki á meðan það bíður afgreiðslu sinna mála.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Stefán og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Fjölmiðlar Podcast með Sölva Tryggva Samfélagsmiðlar Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira