Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 09:25 Forstjóri Boeing mætti fyrir þingnefnd í júní, þar sem fjöldi ættingja látnu var viðstaddur. Sagðist hann vilja axla ábyrgð vegna slysanna en mörgum þykir það meira í orði en á borði. Getty/Andrew Harnik Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC. Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC.
Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira