Carbfix: Stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum heimsins Sævar Freyr Þráinsson skrifar 7. júlí 2024 09:59 Við erum heppin að búa á Íslandi. Fyrir utan að vera friðsælt og öruggt, býr landið yfir miklum náttúrulegum gæðum. Þar getum við nefnt náttúrufegurðina, fiskinn í sjónum og orkuna allt í kringum okkur. Forverar Orkuveitunnar hafa verið að beisla þessa orku frá árinu 1909. Með hugviti og framsýni höfum við tekið þátt í að leggja grunninn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar búa að. Við bjóðum hreina orku, heitt og kalt vatn, ljósleiðaratengingar og byltingarkennda tækni í kolefnisbindingu. Við gleymum því stundum að þetta eru eftirsótt gæði sem við erum vön að njóta og tökum oft sem sjálfsögðum. En þessi gæði eru ekki sjálfsögð og þeim fylgir ábyrgð. Okkur í Orkuveitunni er treyst fyrir því að nýta auðlindirnar okkur öllum til góða. Stór hluti af íslensku samfélagi treystir Orkuveitunni daglega og við viljum að okkur sé líka treyst fyrir tækifærum framtíðarinnar. Þessa ábyrgð höfum við borið í rúmlega hundrað ár og þannig er Orkuveitan aldargamall frumkvöðull í nýtingu sjálfbærrar orku. Og frumkvöðlar horfa fram á veginn. Í nýrri stefnu Orkuveitunnar blásum við til sóknar. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar og ætlum í stórsókn þegar kemur að bæði raforku og varmaorku. En það er ekki bara orkuskortur sem við erum að fást við. Flest okkar eru sammála um að ein af stærstu áskorunum framtíðarinnar sé loftslagsváin. Það er verkefni okkar allra að sporna við hlýnun jarðar og við verðum að leita allra leiða til að minnka kolefnisútblástur. En það er hægt að gera meira en að minnka útblástur. Marg vottuð og sannreynd aðferð Þegar hinn aldargamli frumkvöðull stóð frammi fyrir því verkefni að sporna við losun koldíoxíðs frá virkjun okkar á Hellisheiði var farið í að finna lausnir. Við þekkjum þá lausn í dag sem Carbfix-tæknina. Þar er náttúrulegu ferli sem hefur bundið kolefni í milljónir ára hraðað með því að dæla koldíoxíði niður í berg þar sem það verður að steindum. Þessar steindir munu síðan halda sig í félagsskap allra hinna milljóna ára gömlu steindanna, næstu milljón árin. 99,98% af öllu kolefni á jörðinni er bundið í bergi. Og þetta er ekki einhver lyfturæða fyrir startup fyrirtæki. Við erum að tala um marg vottaða og sannreynda aðferð sem hefur vakið athygli stærstu fjölmiðla og þjóðarleiðtoga heims. Þegar ég segi erlendum gestum sem heimsækja okkur á Hellisheiði þessa sögu skynja ég þakklæti og von í brjósti fólks. Eðlilegt að spyrja spurninga En það er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga þegar tæknin er annarsvegar. Það á ekkert að vera sjálfsagt. Við sjáum í aðdraganda hitaveituvæðingarinnar á sínum tíma að það var hart tekist á í blöðunum. „Kjósið hitaveituna í dag“ og „Reykvíkingar! Tryggið yður hitaveituna með því að kjósa C-listann“ voru fyrirsagnir Morgunblaðsins árið 1938 ásamt mynd af kolareyknum sem lá yfir borginni. „Ég hugsa að ég hafi aldrei heyrt jafn heimskulega hugmynd og að hægt sé að flytja heitt vatn alla þessa leið, og það verði enn nógu heitt til þess að hita upp heilt hús. Þú munt aldrei ná að sannfæra mig um að þetta sé framkvæmanlegt, þrátt fyrir alla þessa útreikninga þína,“ var haft eftir einum borgarfulltrúa í umræðum um málið. Það að hafa trú á framkvæmdinni og treysta vísindunum hefur ekki bara sparað okkur krónur og aura heldur komið í veg fyrir gríðarlega kolefnislosun í gegnum árin, með því að leysa af hólmi olíu og kol og verið til þessa stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála. Hundrað ára gamlir frumkvöðlar taka umræðuna Og nú er hugmyndin að nýta Carbfix-tæknina þannig að hún geti farið að skipta máli fyrir alvöru í baráttu okkar við loftslagsvána. Coda Terminal er verkefni sem unnið hefur verið að í Straumsvík í Hafnarfirði og er ætlað að útvíkka tækni Carbfix upp í milljónir tonna og það er líka verið að horfa til fleiri landa. Við skiljum að fólk spyrji spurninga. Enda erum við að ryðja veginn með nýjum og byltingarkenndum hugmyndum. Fólk spurði spurninga í hitaveituvæðingunni á sínum tíma og nú er fólk er að spyrja spurninga í Straumsvík. Okkur í Orkuveitunni og Carbfix finnst sjálfsagt að svara þessum spurningum og taka þátt í umræðunni um lausnir við loftslagsvandanum. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúafundum í Hafnarfirði þar sem við höfum kallað til sérfræðinga til þess að ræða málin og við hlökkum til þess að svara áfram spurningum. Þá eru aðgengilegar allar upplýsingar á vefsíðum Carbfix. Því það er einfaldlega þannig að hundrað ára gamlir frumkvöðlar skilja mikilvægi umræðunnar og við höfum alltaf viljað gera hlutina í sátt við samfélagið. Við viljum með umræðunni hjálpa fólki að fá réttar upplýsingar um að tækni Carbfix sé örugg og ábyrg, með sama hætti og hitaveitan hefur verið í áratugi. Það er von mín að við á Íslandi munum í framtíðinni geta litið til baka og verið stolt af því að hafa haft raunveruleg áhrif í loftslagsmálum heimsins. Að fyrsta stóra skrefið hafi verið stigið með Coda Terminal í Hafnarfirði sem hafi jafnframt skapað verulegan efnahagslegan ávinning. Höfundur er forstjóri Orkuveitunnar (móðurfélags Carbfix) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við erum heppin að búa á Íslandi. Fyrir utan að vera friðsælt og öruggt, býr landið yfir miklum náttúrulegum gæðum. Þar getum við nefnt náttúrufegurðina, fiskinn í sjónum og orkuna allt í kringum okkur. Forverar Orkuveitunnar hafa verið að beisla þessa orku frá árinu 1909. Með hugviti og framsýni höfum við tekið þátt í að leggja grunninn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar búa að. Við bjóðum hreina orku, heitt og kalt vatn, ljósleiðaratengingar og byltingarkennda tækni í kolefnisbindingu. Við gleymum því stundum að þetta eru eftirsótt gæði sem við erum vön að njóta og tökum oft sem sjálfsögðum. En þessi gæði eru ekki sjálfsögð og þeim fylgir ábyrgð. Okkur í Orkuveitunni er treyst fyrir því að nýta auðlindirnar okkur öllum til góða. Stór hluti af íslensku samfélagi treystir Orkuveitunni daglega og við viljum að okkur sé líka treyst fyrir tækifærum framtíðarinnar. Þessa ábyrgð höfum við borið í rúmlega hundrað ár og þannig er Orkuveitan aldargamall frumkvöðull í nýtingu sjálfbærrar orku. Og frumkvöðlar horfa fram á veginn. Í nýrri stefnu Orkuveitunnar blásum við til sóknar. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar og ætlum í stórsókn þegar kemur að bæði raforku og varmaorku. En það er ekki bara orkuskortur sem við erum að fást við. Flest okkar eru sammála um að ein af stærstu áskorunum framtíðarinnar sé loftslagsváin. Það er verkefni okkar allra að sporna við hlýnun jarðar og við verðum að leita allra leiða til að minnka kolefnisútblástur. En það er hægt að gera meira en að minnka útblástur. Marg vottuð og sannreynd aðferð Þegar hinn aldargamli frumkvöðull stóð frammi fyrir því verkefni að sporna við losun koldíoxíðs frá virkjun okkar á Hellisheiði var farið í að finna lausnir. Við þekkjum þá lausn í dag sem Carbfix-tæknina. Þar er náttúrulegu ferli sem hefur bundið kolefni í milljónir ára hraðað með því að dæla koldíoxíði niður í berg þar sem það verður að steindum. Þessar steindir munu síðan halda sig í félagsskap allra hinna milljóna ára gömlu steindanna, næstu milljón árin. 99,98% af öllu kolefni á jörðinni er bundið í bergi. Og þetta er ekki einhver lyfturæða fyrir startup fyrirtæki. Við erum að tala um marg vottaða og sannreynda aðferð sem hefur vakið athygli stærstu fjölmiðla og þjóðarleiðtoga heims. Þegar ég segi erlendum gestum sem heimsækja okkur á Hellisheiði þessa sögu skynja ég þakklæti og von í brjósti fólks. Eðlilegt að spyrja spurninga En það er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga þegar tæknin er annarsvegar. Það á ekkert að vera sjálfsagt. Við sjáum í aðdraganda hitaveituvæðingarinnar á sínum tíma að það var hart tekist á í blöðunum. „Kjósið hitaveituna í dag“ og „Reykvíkingar! Tryggið yður hitaveituna með því að kjósa C-listann“ voru fyrirsagnir Morgunblaðsins árið 1938 ásamt mynd af kolareyknum sem lá yfir borginni. „Ég hugsa að ég hafi aldrei heyrt jafn heimskulega hugmynd og að hægt sé að flytja heitt vatn alla þessa leið, og það verði enn nógu heitt til þess að hita upp heilt hús. Þú munt aldrei ná að sannfæra mig um að þetta sé framkvæmanlegt, þrátt fyrir alla þessa útreikninga þína,“ var haft eftir einum borgarfulltrúa í umræðum um málið. Það að hafa trú á framkvæmdinni og treysta vísindunum hefur ekki bara sparað okkur krónur og aura heldur komið í veg fyrir gríðarlega kolefnislosun í gegnum árin, með því að leysa af hólmi olíu og kol og verið til þessa stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála. Hundrað ára gamlir frumkvöðlar taka umræðuna Og nú er hugmyndin að nýta Carbfix-tæknina þannig að hún geti farið að skipta máli fyrir alvöru í baráttu okkar við loftslagsvána. Coda Terminal er verkefni sem unnið hefur verið að í Straumsvík í Hafnarfirði og er ætlað að útvíkka tækni Carbfix upp í milljónir tonna og það er líka verið að horfa til fleiri landa. Við skiljum að fólk spyrji spurninga. Enda erum við að ryðja veginn með nýjum og byltingarkenndum hugmyndum. Fólk spurði spurninga í hitaveituvæðingunni á sínum tíma og nú er fólk er að spyrja spurninga í Straumsvík. Okkur í Orkuveitunni og Carbfix finnst sjálfsagt að svara þessum spurningum og taka þátt í umræðunni um lausnir við loftslagsvandanum. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúafundum í Hafnarfirði þar sem við höfum kallað til sérfræðinga til þess að ræða málin og við hlökkum til þess að svara áfram spurningum. Þá eru aðgengilegar allar upplýsingar á vefsíðum Carbfix. Því það er einfaldlega þannig að hundrað ára gamlir frumkvöðlar skilja mikilvægi umræðunnar og við höfum alltaf viljað gera hlutina í sátt við samfélagið. Við viljum með umræðunni hjálpa fólki að fá réttar upplýsingar um að tækni Carbfix sé örugg og ábyrg, með sama hætti og hitaveitan hefur verið í áratugi. Það er von mín að við á Íslandi munum í framtíðinni geta litið til baka og verið stolt af því að hafa haft raunveruleg áhrif í loftslagsmálum heimsins. Að fyrsta stóra skrefið hafi verið stigið með Coda Terminal í Hafnarfirði sem hafi jafnframt skapað verulegan efnahagslegan ávinning. Höfundur er forstjóri Orkuveitunnar (móðurfélags Carbfix)
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar