Coda Terminal hefur ekki áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins Sigrún Tómasdóttir skrifar 6. júlí 2024 12:01 Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix).
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun