Líf og dauði leikur á hnífsegg Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júlí 2024 11:37 Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun