Saka og Trippier vængbakverðir gegn Sviss Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka mun spila sem vængbakvörður í dag ef marka má enska fjölmiðla. Catherine Ivill/Getty Images Enskir fjölmiðlar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að England muni spila með þrjá miðverði gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í dag. Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“