Saka og Trippier vængbakverðir gegn Sviss Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka mun spila sem vængbakvörður í dag ef marka má enska fjölmiðla. Catherine Ivill/Getty Images Enskir fjölmiðlar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að England muni spila með þrjá miðverði gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í dag. Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira