Meira um ofbeldi og hótanir og starfsfólk upplifir óöryggi í vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 22:01 Á dögunum var brotin rúða á heilsugæslunni í miðbæ. Nýlegt dómsmál hefur einnig vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar. Vísir/Elín Tilfellum þar sem heilbrigðisstarfsfólki er hótað og það jafnvel beitt ofbeldi fjölgar að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna og forstjóra lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk heilsugæslu þar sem ráðist var á lækni á vinnutíma upplifir óöryggi í vinnunni. Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi. Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi.
Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels