Íslenski boltinn

Besta upp­hitunin: Þetta var sjokk en þéttir hópinn

Sindri Sverrisson skrifar
Axel Örn Sæmundsson og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir mættu og hituðu upp fyrir 12. umferð Bestu deildarinnar.
Axel Örn Sæmundsson og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir mættu og hituðu upp fyrir 12. umferð Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport

Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir fengu til sín góða gesti í nýjasta upphitunarþætti Bestu markanna þar sem hitað var upp fyrir 12. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Þjálfarinn Axel Örn Sæmundsson og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, kíktu í heimsókn.

Axel er 26 ára gamall þjálfari sem síðustu ár hefur þjálfað hjá Álftanesi og Stjörnunni, en hefur ákveðið að reyna fyrir sér í Danmörku, í spennandi starfi sem yfirþjálfari hjá FA2000.

Úlfa Dís skoraði hins vegar sigurmark Stjörnunnar gegn Keflavík í síðustu umferð, og tileinkaði það Kristjáni Guðmundssyni sem óvænt hætti sem þjálfari Stjörnuliðsins. Hún segist sjá á eftir Kristjáni:

„Já, liðið gerir það. Þetta var sjokk. Ekki eitthvað sem ég bjóst við að myndi gerast,“ sagði Úlfa Dís. Mist tók við boltanum:

„Maður sér miklar tilfinningar í þessu og að þetta var erfið ákvörðun fyrir hann að taka, og fyrir félagið. En það hlýtur þó að vera jákvætt við þessar breytingar að liðið byrjar á að taka sigur,“ sagði Mist og Úlfa Dís bætti við:

„Þetta þéttir hópinn, myndi ég segja. Við höfum ákveðið að fókusa á liðsheildina.“

Upphitunarþáttinn má sjá í heild hér að neðan.

Klippa: Besta upphitunin 12. umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×