Uppgjörið: Tindastóll-Stjarnan 0-0 | Víti í súginn og markalaust í Skagafirði Arnar Skúli Atlason skrifar 6. júlí 2024 15:30 Stjörnukonur sóttu stig í Skagafjörð í dag. Tindastóll og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli á Sauðárkróki í dag, í 12. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Búist var við hörkuleik því Tindastóll var fyrir leikinn í 8. sæti með 10 stig en Stjarnan í 6. sæti með 12 stig eftir 11 umferðir. Það dró til tíðinda strax í upphafi þegar framherji Tindastóls Jordyn Rhodes komst inná teig Stjörnunnar og fyrirliðinn Anna María Baldursdóttir felldi hana. Það kom í hlut Gwendolyn Mummet varnarmanns Tindastóls að taka vítaspyrnuna, hún lét vaða á markið en Erin Mcleod sá við henni og því staðan enn 0-0. Eftir þetta tók samt Tindastóll öll völd á vellinum og heimakonur létu boltann ganga vel á milli sín og færðu hann á milli kanta á réttum augnablikum. Stjarnan kláraði sínar sóknir með skotum að löngu færi og voru þau oft af mjög löngu færi og ekki mikil hætta á bakvið þau skot. Um miðbik hálfleiksins kom svo besta færi leiksins þegar Birgitta Finnabogadóttir kemur boltanum inn á teig Stjörnunnar og boltinn af varnarmanni og dettur fyrir fætur Hugrúnar Pálsdóttir. Erin varði skotið undir sig og varnarmaður Stjörnunnar náði að koma boltanum af línunni og því ekkert mark og staðan í hálfleik markalaus. Bjargað á línu í lokin Seinni hálfleikur þróaðist eins og sá fyrri, Tindastóll meira með boltann og skapaði meira en Stjarnan sátu til baka og reyndu að refsa Tindastól í skyndisóknum en ekki náðu þær að opna vörn Tindastóls. Þrátt fyrir margar þungar sóknir og skot frá sóknarmönnum Tindastóls náðu þær ekki að koma boltanum framhjá Erin í marki Stjörnunnar. Stjarnan fékk besta færi sitt í lok leiks þegar þær fengu hornspyrnu og eftir skemmtilega útfærslu fékk Hulda Hrund Arnarsdóttir boltann í teignum en það voru leikmenn Tindastóls sem björguðu á línu og því endaði leikur í dag markalaus og jafntefli staðreynd. Liðin fá sitthvort stigið í dag, sem kemur Tindastól upp í 11 stig og 7 sæti í deildinni. Stjarnan er enþá í 6 sæti en með 13 stig. Tindastóll fer í heimsókn til í Árbæinn og taka á móti Fylki þann 21 júlí en Stjarna fær Breiðablik í heimsókn í Garðabæinn þann 20 Júlí. Atvik leiksins Gwendolyn klikkaði víti í sínum seinasta leik fyrir Tindastól, Erin valdi rétt horn og vítið var ekki nógu mikið í hornið og ekki nógu fast. Stjörnur og skúrkar Stjörnunarnar í dag voru þær Erin Katrina Mcleod sá til þess að Stjarnan tapaði ekki í dag og var Anna María fyrirliði Stjörnunnar einnig mjög öflug. Í liði Tindastóls voru Gabrielle Johnson og Annika Haanpaa sem og varnarlínan þeirra í heildina. Skúrkarnir í dag voru Stjörnu megin þær Andrea Mist Pálsdóttir leikinn og Esther Rós sem voru ekki í takt í leiknum í dag, hinu megin þá fær þær Jordyn Rhodes, Hugrún Pálsdóttir og Gwendolyn Mummet fyrir færanýtingu í dag. Dómarar Þeir voru slakir í dag, enginn almennileg lína og geymdi spjöldin í vasanum það áttu nokkur að fara á loft sem fóru ekki, einnig hefði hann mátt ýta á eftir Stjörnunni sem töfðu mikið í lokinn og hann bætti við tveimur mínútum. Stemning og umgjörð Það var ágætlega mætt í dag, það var frítt á völlinn og allt uppá 10 hjá Tindastóli í dag. María Dögg: Fannst við búa til miklu fleiri færi Jafntefli í dag á Sauðárkróki, fyrstu viðbrögð? „Svekkjandi mér fannst við búa til miklu fleiri færi, það vantaði bara að klára þau.“ Þú hlýtur að vera ánægð með að halda hreinu í dag? „Við vorum búin að tala um að byrja leikinn strax, við höfum verið að fá á okkur mörk á fyrstu 10 mínútunum, það gerðist ekki í dag og svo bara áfram svoleiðis.“ Hvað voru þið að gera í dag til að koma Stjörnunni í vandræði? „Við vorum bara hreyfanlegar og spila miðjuna og nota breiddina í „wingbökkunum“ og koma með krossana inn.“ Anna María: Hugarfarið betra í síðustu leikjum Jafntefli í dag á Sauðárkróki í dag: „Sterkt stig held ég, þetta var bara jafnt á báða bóga og við áttum færi og þær áttu færi, við tökum stigið. Haldið hreinu núna í 180 mínútur, það hlýtur að vera mjög jákvætt: „Það er eitthvað sem við erum búin að stefna að og byggja ofan á frá því í seinasta leik, við erum sáttar með tvo leiki í röð hreint lak í fyrstu skiptin í sumar.“ Er Jóhannes að koma með nýtt fyrir ykkur frá því sem Kristján var að gera: „Kannski ekki miklar breyttar áherslur í rauninni, hann fékk ekki langan tíma á milli leikja, við höfum bara verið að vinna í að stilla okkur saman og efla andann og hugarfarið sem hefur verið betra í seinustu leikjum.“ Tindastóll liggur á ykkur í dag, er sjálfstraust sem kemur með frá seinasta leik ? „Kannski að hluta til. Erin var frábær í dag og bjargaði oft mjög vel og ég er þakklát henni í dag.“ Donni: Skotæfingar fram að næsta leik Jafntefli í dag, í leik sem þið voruð ofaná, þín fyrstu viðbrögð? „Mjög svekktur, aftur stoltur af liðinu eftir mjög góða frammistöðu, við eigum að skora í þessum leik, við fáum töluvert að færum í fyrri hálfleik og víti ofaná það og algjör lánleysi fyrir framan markið eins og er, hlýtur að fara að smella, við tökum bara skotæfingar og slútt æfingar fram að næsta leik sem ansi langt í en heilt yfir mjög ánægður með þessa frammistöðu, virkilega stoltur af liðinu erum búinn að taka stór skref, við erum að dóminera á móti Breiðablik og stjörnunni á heimavelli og erum bara spennt fyrir næsta leik.“ Þið eruð töluvert öflug í dag og á móti Breiðablik, ertu búinn að gera einhverja breytingar í seinustu leikjum? „Stelpurnar er hafa fengið sjálfstraust og trúa aðeins meira á sjálfa sig og hvað þær eru að gera, hvað við viljum að gerist, þær eru að nota hvor aðra meira og senda fleiri stuttar sendingar, og skipta á milli kanta og ég er mjög ánægður með heildar holninguna á spilamennsku liðsins, en sama skapi frekar óánægður með færanýtinguna því færasköpunin er í fínu máli, en færa nýting hefur ekki verið góð í seinustu leikjum“ Þú hlýtur að tekur gott að vörnin hélt og Stjarnan skapaði ekkert opið færi „Við heldum hreinu, það er frábært, markmaðurinn okkar þurfti aldrei að verja í þessum leik, sem er frábært, við erum enn og aftur með 3 flokks stelpur í byrjunarliðinu og ég er ótrúlega stoltur af þeim, við erum að byggja upp til framtíðar og þetta kemur allt í skrefum við erum algjörlega á leið í rétta átt, bara súrt að ná að klára því við áttum það sannarlega skilið í dag“ Jóhannes Karl: Vantar endapunktinn Jafntefli í dag á móti Tindastól, fyrstu viðbrögð? „Bara sanngjarnt líklega, fyrri hálfleikurinn mjög opinn, Erin náttúrulega stórkostleg í markinu og ver víti og frábær á þessum mómentum þar sem Tindastóll gat sett mörk á samaskapi vorum við að búa okkur til góðar stöður hinum megin, vantar svolítið endapunktinn vorum ekki að skapa okkur mikið af hreinum færum, ekki að skapa mikið af dauðafærum, erum að koma okkar í sterkar leikstöður.“ Voru áherslurnar að klára sóknirnar í dag með nokkuð mörg skot af löngu færi? „Eigum við ekki að segja að við séum fullar sjálfstraust og hafi haldið að við getum skorað að þessu færum, en jú það er náttúrulega við eigum mikið að fyrirgjöfum og krossum og komast upp að endalínu en vantar að búa til alvöru færi úr þessu.“ Ekkert mark á sig í seinustu tveimur leikjum, þú hlýtur að vera ánægður með það? „Mjög sáttur með það, það er bara hugarfar og fórnsemi, henda sér fyrir boltann og klára varnarleikinn mjög vel, þannig að eftir að hafa fengið á sig 27 mörk í fyrstu 10 leikjunum, er frábært að halda hreinu tvo leiki í röð“ Tindastóll Stjarnan
Tindastóll og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli á Sauðárkróki í dag, í 12. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Búist var við hörkuleik því Tindastóll var fyrir leikinn í 8. sæti með 10 stig en Stjarnan í 6. sæti með 12 stig eftir 11 umferðir. Það dró til tíðinda strax í upphafi þegar framherji Tindastóls Jordyn Rhodes komst inná teig Stjörnunnar og fyrirliðinn Anna María Baldursdóttir felldi hana. Það kom í hlut Gwendolyn Mummet varnarmanns Tindastóls að taka vítaspyrnuna, hún lét vaða á markið en Erin Mcleod sá við henni og því staðan enn 0-0. Eftir þetta tók samt Tindastóll öll völd á vellinum og heimakonur létu boltann ganga vel á milli sín og færðu hann á milli kanta á réttum augnablikum. Stjarnan kláraði sínar sóknir með skotum að löngu færi og voru þau oft af mjög löngu færi og ekki mikil hætta á bakvið þau skot. Um miðbik hálfleiksins kom svo besta færi leiksins þegar Birgitta Finnabogadóttir kemur boltanum inn á teig Stjörnunnar og boltinn af varnarmanni og dettur fyrir fætur Hugrúnar Pálsdóttir. Erin varði skotið undir sig og varnarmaður Stjörnunnar náði að koma boltanum af línunni og því ekkert mark og staðan í hálfleik markalaus. Bjargað á línu í lokin Seinni hálfleikur þróaðist eins og sá fyrri, Tindastóll meira með boltann og skapaði meira en Stjarnan sátu til baka og reyndu að refsa Tindastól í skyndisóknum en ekki náðu þær að opna vörn Tindastóls. Þrátt fyrir margar þungar sóknir og skot frá sóknarmönnum Tindastóls náðu þær ekki að koma boltanum framhjá Erin í marki Stjörnunnar. Stjarnan fékk besta færi sitt í lok leiks þegar þær fengu hornspyrnu og eftir skemmtilega útfærslu fékk Hulda Hrund Arnarsdóttir boltann í teignum en það voru leikmenn Tindastóls sem björguðu á línu og því endaði leikur í dag markalaus og jafntefli staðreynd. Liðin fá sitthvort stigið í dag, sem kemur Tindastól upp í 11 stig og 7 sæti í deildinni. Stjarnan er enþá í 6 sæti en með 13 stig. Tindastóll fer í heimsókn til í Árbæinn og taka á móti Fylki þann 21 júlí en Stjarna fær Breiðablik í heimsókn í Garðabæinn þann 20 Júlí. Atvik leiksins Gwendolyn klikkaði víti í sínum seinasta leik fyrir Tindastól, Erin valdi rétt horn og vítið var ekki nógu mikið í hornið og ekki nógu fast. Stjörnur og skúrkar Stjörnunarnar í dag voru þær Erin Katrina Mcleod sá til þess að Stjarnan tapaði ekki í dag og var Anna María fyrirliði Stjörnunnar einnig mjög öflug. Í liði Tindastóls voru Gabrielle Johnson og Annika Haanpaa sem og varnarlínan þeirra í heildina. Skúrkarnir í dag voru Stjörnu megin þær Andrea Mist Pálsdóttir leikinn og Esther Rós sem voru ekki í takt í leiknum í dag, hinu megin þá fær þær Jordyn Rhodes, Hugrún Pálsdóttir og Gwendolyn Mummet fyrir færanýtingu í dag. Dómarar Þeir voru slakir í dag, enginn almennileg lína og geymdi spjöldin í vasanum það áttu nokkur að fara á loft sem fóru ekki, einnig hefði hann mátt ýta á eftir Stjörnunni sem töfðu mikið í lokinn og hann bætti við tveimur mínútum. Stemning og umgjörð Það var ágætlega mætt í dag, það var frítt á völlinn og allt uppá 10 hjá Tindastóli í dag. María Dögg: Fannst við búa til miklu fleiri færi Jafntefli í dag á Sauðárkróki, fyrstu viðbrögð? „Svekkjandi mér fannst við búa til miklu fleiri færi, það vantaði bara að klára þau.“ Þú hlýtur að vera ánægð með að halda hreinu í dag? „Við vorum búin að tala um að byrja leikinn strax, við höfum verið að fá á okkur mörk á fyrstu 10 mínútunum, það gerðist ekki í dag og svo bara áfram svoleiðis.“ Hvað voru þið að gera í dag til að koma Stjörnunni í vandræði? „Við vorum bara hreyfanlegar og spila miðjuna og nota breiddina í „wingbökkunum“ og koma með krossana inn.“ Anna María: Hugarfarið betra í síðustu leikjum Jafntefli í dag á Sauðárkróki í dag: „Sterkt stig held ég, þetta var bara jafnt á báða bóga og við áttum færi og þær áttu færi, við tökum stigið. Haldið hreinu núna í 180 mínútur, það hlýtur að vera mjög jákvætt: „Það er eitthvað sem við erum búin að stefna að og byggja ofan á frá því í seinasta leik, við erum sáttar með tvo leiki í röð hreint lak í fyrstu skiptin í sumar.“ Er Jóhannes að koma með nýtt fyrir ykkur frá því sem Kristján var að gera: „Kannski ekki miklar breyttar áherslur í rauninni, hann fékk ekki langan tíma á milli leikja, við höfum bara verið að vinna í að stilla okkur saman og efla andann og hugarfarið sem hefur verið betra í seinustu leikjum.“ Tindastóll liggur á ykkur í dag, er sjálfstraust sem kemur með frá seinasta leik ? „Kannski að hluta til. Erin var frábær í dag og bjargaði oft mjög vel og ég er þakklát henni í dag.“ Donni: Skotæfingar fram að næsta leik Jafntefli í dag, í leik sem þið voruð ofaná, þín fyrstu viðbrögð? „Mjög svekktur, aftur stoltur af liðinu eftir mjög góða frammistöðu, við eigum að skora í þessum leik, við fáum töluvert að færum í fyrri hálfleik og víti ofaná það og algjör lánleysi fyrir framan markið eins og er, hlýtur að fara að smella, við tökum bara skotæfingar og slútt æfingar fram að næsta leik sem ansi langt í en heilt yfir mjög ánægður með þessa frammistöðu, virkilega stoltur af liðinu erum búinn að taka stór skref, við erum að dóminera á móti Breiðablik og stjörnunni á heimavelli og erum bara spennt fyrir næsta leik.“ Þið eruð töluvert öflug í dag og á móti Breiðablik, ertu búinn að gera einhverja breytingar í seinustu leikjum? „Stelpurnar er hafa fengið sjálfstraust og trúa aðeins meira á sjálfa sig og hvað þær eru að gera, hvað við viljum að gerist, þær eru að nota hvor aðra meira og senda fleiri stuttar sendingar, og skipta á milli kanta og ég er mjög ánægður með heildar holninguna á spilamennsku liðsins, en sama skapi frekar óánægður með færanýtinguna því færasköpunin er í fínu máli, en færa nýting hefur ekki verið góð í seinustu leikjum“ Þú hlýtur að tekur gott að vörnin hélt og Stjarnan skapaði ekkert opið færi „Við heldum hreinu, það er frábært, markmaðurinn okkar þurfti aldrei að verja í þessum leik, sem er frábært, við erum enn og aftur með 3 flokks stelpur í byrjunarliðinu og ég er ótrúlega stoltur af þeim, við erum að byggja upp til framtíðar og þetta kemur allt í skrefum við erum algjörlega á leið í rétta átt, bara súrt að ná að klára því við áttum það sannarlega skilið í dag“ Jóhannes Karl: Vantar endapunktinn Jafntefli í dag á móti Tindastól, fyrstu viðbrögð? „Bara sanngjarnt líklega, fyrri hálfleikurinn mjög opinn, Erin náttúrulega stórkostleg í markinu og ver víti og frábær á þessum mómentum þar sem Tindastóll gat sett mörk á samaskapi vorum við að búa okkur til góðar stöður hinum megin, vantar svolítið endapunktinn vorum ekki að skapa okkur mikið af hreinum færum, ekki að skapa mikið af dauðafærum, erum að koma okkar í sterkar leikstöður.“ Voru áherslurnar að klára sóknirnar í dag með nokkuð mörg skot af löngu færi? „Eigum við ekki að segja að við séum fullar sjálfstraust og hafi haldið að við getum skorað að þessu færum, en jú það er náttúrulega við eigum mikið að fyrirgjöfum og krossum og komast upp að endalínu en vantar að búa til alvöru færi úr þessu.“ Ekkert mark á sig í seinustu tveimur leikjum, þú hlýtur að vera ánægður með það? „Mjög sáttur með það, það er bara hugarfar og fórnsemi, henda sér fyrir boltann og klára varnarleikinn mjög vel, þannig að eftir að hafa fengið á sig 27 mörk í fyrstu 10 leikjunum, er frábært að halda hreinu tvo leiki í röð“