Af hverju leka gluggar fyrr en áður? Böðvar Bjarnason skrifar 5. júlí 2024 09:00 Fróður maður sagði eitt sinn við mig að einungis væru til tvær gerðir af gluggum, þeir sem leka og þeir sem ættu eftir að leka. Í nýbyggingum í dag virðist það fyrsta sem fer úrskeiðis vera gluggarnir. En hvers vegna? Gluggar eru nauðsynlegir í byggingum til að hleypa dagsbirtu inn og tryggja möguleika á að hleypa inn fersku útilofti. Á sama tíma valda gluggar því að veðurhjúpur er rofinn og við gerum gat á útveggina. Forsaga eldri glugga og ísetninga Á árum áður voru gluggar oft á tíðum smíðaðir á litlum ófullkomnum verkstæðum, úti í bílskúr eða í vinnuskúrum á byggingarstað. Gluggarnir voru járnaðir, áfellur negldar utan á og glugginn steyptur í. Sjaldnast fylgdu með nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gengið skyldi frá þessum gluggum. Smiðirnir einfaldlega kunnu að setja gluggana í steypumótin. Gluggarnir voru svo glerjaðir á staðnum þar sem hver smiðurinn hafði sinn háttinn á. Ef steypuvinnan var í lagi, steypan náði að flæða nægjanlega vel undir gluggann og ekkert steypuhreiður myndaðist, þá hélt þessi aðferð merkilega vel þrátt fyrir að engin klæðning væri til að verja þéttingar fyrir veðrum og vindum. Auðvitað voru þessir gluggar misjafnir að gæðum en voru þeir almennt verri en nútíma CE-vottaðir gluggar? Regluverkið var einfaldara, allir máttu smíða glugga og setja þá í hús þ.e.a.s. faglærðir einstaklingar og í flestum tilfellum var það þannig. Smiðir smíðuðu gluggana og settu þá í. Þessir gluggar entust í 30-40 ár og jafnvel lengur, allt eftir gæðum gluggana og timbursins sem í gluggunum var og hvernig viðhaldi þeirra var í framhaldi sinnt. Í fyrstu voru flestir þessara glugga glerjaðir með einföldu gleri. Þannig voru þeir kannski í 20-30 ár þar til farið var að tvöfalda glerið. Þá var falsið dýpkað með því að fræsa úr rammanum og skipta um pósta. Viðurinn var oftast í fínu lagi svo engum datt í hug að henda þeim, enda láku þeir ekki. Stundum þurfti að vísu að sponsa í botnstykkið en þessar aðgerðir entust oftast ágætlega. Kröfur í dag Í dag er s.s. öllum heimilt að flytja inn glugga en það er bannað að nota þá nema þeir hafi staðist slagregnspróf upp á 1100 Pa og hafi CE-merkingu. Miðað við þessar auknu kröfur ætti að vera hægt að draga þá ályktun að lekir gluggar heyrðu sögunni til. En svo er alls ekki, heldur þvert á móti virðist sem gluggar leki frekar í dag og mun fyrr en þeir áður gerðu. En hvað veldur? Byggingaraðferðir hafa breyst. Við erum farin að klæða húsin okkar að utanverðu, gluggarnir eru að ýmsum gerðum og efnið í þeim er ýmist timbur, ál eða plast. Gluggaprófílarnir, klæðningar og klæðningarkerfin eru mismunandi og veggirnir sem gluggarnir eru settir í einnig. Sumir vilja meina að gluggaframleiðandi ætti að fyrirskrifa frágang á sínum gluggum og sumir gera það, en þá fyrir þá veggi og byggingarefni sem eru algengust í þeirra nærumhverfi. Það loftslag og sú veggjagerð sem algengust er í nærumhverfi erlendra framleiðanda er sjaldnast eins og sú uppbygging sem við notum hérlendis. Sennilega er um 90% af öllum gluggum sem settir eru í hús á Íslandi framleiddir erlendis. Reynslan hefur sýnt að gluggarnir sjálfir geta lekið og einnig þétting við ísetningu, í verstu tilfellum hvoru tveggja. Hver ber ábyrgð á gluggafrágangi? Augljósasta svarið er að segja að hönnuðurinn á að hanna gluggafráganginn og byggingarmeistarinn að sjá til þess að smiðirnir gangi rétt frá gluggunum eins og teikningar segja til um. Þannig væri ábyrgðarkeðjan skýr, þ.e.a.s. ef að gluggarnir koma CE-vottaðir og með staðfest slagregnspróf upp á 1100 Pa. En er málið svona einfalt ? Nei, íslensk lög banna hönnuðum að fyrirskrifa nákvæmlega hvaða gluggategund nota skal í útboðsgögnum og þar af leiðandi getur hönnuður ekki að fullu teiknað nákvæmt deili af gluggafráganginum. Verktakinn sem velur endanlega hvaða glugga hann kaupir er falið að klára hönnunina, sem svo smiðurinn framkvæmir án nokkurra leiðbeininga. Hvar liggur þá ábyrgðin þegar eitthvað fer úrskeiðis? Í þessu kerfi bendir hver á annan og sennilega situr húseigandinn oftar en ekki uppi með skaðann. Hvað er til ráða? Færi ekki betur á því að eftirláta sama hönnuði að teikna gluggafrágang samhliða því sem hann teiknar klæðningarkerfin og velur önnur byggingarefni? Þannig gæti ábyrgðarkeðjan að minnsta kosti verið skýrari. Það þyrfti að skýra regluverkið eða bæta það og t.d. banna innflutning á gluggum sem ekki eru CE-merktir og hafa ekki staðist nýlegt slagregnspróf. Staðreyndin er sú að stundum fylgja 10-15 ára gamlir pappírar með gluggunum en ekkert ákvæði er í reglugerð um aldur þessara prófana né hvaða gluggar eru prófaðir. En hvernig á svo að þétta glugga? Flest erum við vonandi sammála um að innri þéttingin sé sú mikilvægasta og að hún eigi að vera raka- og loftþétt í báðar áttir. Ytri þéttingin er meira þrætuepli, sumir segja að það eigi að kítta, aðrir nota borða, stundum gufuopna en stundum lokaða. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fyrirskrifa einhverja eina aðferð eins og gert var í gamla daga, til þess eru efni og byggingaraðferðirnar í dag alltof margar. En ákveðnar meginreglur getum við þó haft að leiðarljósi: Gerum alltaf ráð fyrir að ysta þéttingin geti gefið sig Hugum vel að drenkerfi gluggans og ísetningarinnar Ysta klæðning hússins er ekki vatnsheld Hindrum að vatn komist að burðarvegg Gerum gluggagatið vatnsþétt Slagregnsprófum allar ísetningar Tengjum vatnsvörn gluggans við vatnsvörn veggjarins Það væri til mikils unnið ef við myndum taka á þessum vandamálum sem allra fyrst til þess að koma megi í veg fyrir ótímabært viðhald og leka glugga, öllum til hagsbóta. Höfundur er byggingameistari og byggingatæknifræðingur og einn af eigendum Verkvistar verkfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fróður maður sagði eitt sinn við mig að einungis væru til tvær gerðir af gluggum, þeir sem leka og þeir sem ættu eftir að leka. Í nýbyggingum í dag virðist það fyrsta sem fer úrskeiðis vera gluggarnir. En hvers vegna? Gluggar eru nauðsynlegir í byggingum til að hleypa dagsbirtu inn og tryggja möguleika á að hleypa inn fersku útilofti. Á sama tíma valda gluggar því að veðurhjúpur er rofinn og við gerum gat á útveggina. Forsaga eldri glugga og ísetninga Á árum áður voru gluggar oft á tíðum smíðaðir á litlum ófullkomnum verkstæðum, úti í bílskúr eða í vinnuskúrum á byggingarstað. Gluggarnir voru járnaðir, áfellur negldar utan á og glugginn steyptur í. Sjaldnast fylgdu með nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gengið skyldi frá þessum gluggum. Smiðirnir einfaldlega kunnu að setja gluggana í steypumótin. Gluggarnir voru svo glerjaðir á staðnum þar sem hver smiðurinn hafði sinn háttinn á. Ef steypuvinnan var í lagi, steypan náði að flæða nægjanlega vel undir gluggann og ekkert steypuhreiður myndaðist, þá hélt þessi aðferð merkilega vel þrátt fyrir að engin klæðning væri til að verja þéttingar fyrir veðrum og vindum. Auðvitað voru þessir gluggar misjafnir að gæðum en voru þeir almennt verri en nútíma CE-vottaðir gluggar? Regluverkið var einfaldara, allir máttu smíða glugga og setja þá í hús þ.e.a.s. faglærðir einstaklingar og í flestum tilfellum var það þannig. Smiðir smíðuðu gluggana og settu þá í. Þessir gluggar entust í 30-40 ár og jafnvel lengur, allt eftir gæðum gluggana og timbursins sem í gluggunum var og hvernig viðhaldi þeirra var í framhaldi sinnt. Í fyrstu voru flestir þessara glugga glerjaðir með einföldu gleri. Þannig voru þeir kannski í 20-30 ár þar til farið var að tvöfalda glerið. Þá var falsið dýpkað með því að fræsa úr rammanum og skipta um pósta. Viðurinn var oftast í fínu lagi svo engum datt í hug að henda þeim, enda láku þeir ekki. Stundum þurfti að vísu að sponsa í botnstykkið en þessar aðgerðir entust oftast ágætlega. Kröfur í dag Í dag er s.s. öllum heimilt að flytja inn glugga en það er bannað að nota þá nema þeir hafi staðist slagregnspróf upp á 1100 Pa og hafi CE-merkingu. Miðað við þessar auknu kröfur ætti að vera hægt að draga þá ályktun að lekir gluggar heyrðu sögunni til. En svo er alls ekki, heldur þvert á móti virðist sem gluggar leki frekar í dag og mun fyrr en þeir áður gerðu. En hvað veldur? Byggingaraðferðir hafa breyst. Við erum farin að klæða húsin okkar að utanverðu, gluggarnir eru að ýmsum gerðum og efnið í þeim er ýmist timbur, ál eða plast. Gluggaprófílarnir, klæðningar og klæðningarkerfin eru mismunandi og veggirnir sem gluggarnir eru settir í einnig. Sumir vilja meina að gluggaframleiðandi ætti að fyrirskrifa frágang á sínum gluggum og sumir gera það, en þá fyrir þá veggi og byggingarefni sem eru algengust í þeirra nærumhverfi. Það loftslag og sú veggjagerð sem algengust er í nærumhverfi erlendra framleiðanda er sjaldnast eins og sú uppbygging sem við notum hérlendis. Sennilega er um 90% af öllum gluggum sem settir eru í hús á Íslandi framleiddir erlendis. Reynslan hefur sýnt að gluggarnir sjálfir geta lekið og einnig þétting við ísetningu, í verstu tilfellum hvoru tveggja. Hver ber ábyrgð á gluggafrágangi? Augljósasta svarið er að segja að hönnuðurinn á að hanna gluggafráganginn og byggingarmeistarinn að sjá til þess að smiðirnir gangi rétt frá gluggunum eins og teikningar segja til um. Þannig væri ábyrgðarkeðjan skýr, þ.e.a.s. ef að gluggarnir koma CE-vottaðir og með staðfest slagregnspróf upp á 1100 Pa. En er málið svona einfalt ? Nei, íslensk lög banna hönnuðum að fyrirskrifa nákvæmlega hvaða gluggategund nota skal í útboðsgögnum og þar af leiðandi getur hönnuður ekki að fullu teiknað nákvæmt deili af gluggafráganginum. Verktakinn sem velur endanlega hvaða glugga hann kaupir er falið að klára hönnunina, sem svo smiðurinn framkvæmir án nokkurra leiðbeininga. Hvar liggur þá ábyrgðin þegar eitthvað fer úrskeiðis? Í þessu kerfi bendir hver á annan og sennilega situr húseigandinn oftar en ekki uppi með skaðann. Hvað er til ráða? Færi ekki betur á því að eftirláta sama hönnuði að teikna gluggafrágang samhliða því sem hann teiknar klæðningarkerfin og velur önnur byggingarefni? Þannig gæti ábyrgðarkeðjan að minnsta kosti verið skýrari. Það þyrfti að skýra regluverkið eða bæta það og t.d. banna innflutning á gluggum sem ekki eru CE-merktir og hafa ekki staðist nýlegt slagregnspróf. Staðreyndin er sú að stundum fylgja 10-15 ára gamlir pappírar með gluggunum en ekkert ákvæði er í reglugerð um aldur þessara prófana né hvaða gluggar eru prófaðir. En hvernig á svo að þétta glugga? Flest erum við vonandi sammála um að innri þéttingin sé sú mikilvægasta og að hún eigi að vera raka- og loftþétt í báðar áttir. Ytri þéttingin er meira þrætuepli, sumir segja að það eigi að kítta, aðrir nota borða, stundum gufuopna en stundum lokaða. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fyrirskrifa einhverja eina aðferð eins og gert var í gamla daga, til þess eru efni og byggingaraðferðirnar í dag alltof margar. En ákveðnar meginreglur getum við þó haft að leiðarljósi: Gerum alltaf ráð fyrir að ysta þéttingin geti gefið sig Hugum vel að drenkerfi gluggans og ísetningarinnar Ysta klæðning hússins er ekki vatnsheld Hindrum að vatn komist að burðarvegg Gerum gluggagatið vatnsþétt Slagregnsprófum allar ísetningar Tengjum vatnsvörn gluggans við vatnsvörn veggjarins Það væri til mikils unnið ef við myndum taka á þessum vandamálum sem allra fyrst til þess að koma megi í veg fyrir ótímabært viðhald og leka glugga, öllum til hagsbóta. Höfundur er byggingameistari og byggingatæknifræðingur og einn af eigendum Verkvistar verkfræðistofu.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar