Handbolti

Úlfurinn snýr aftur til Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andi Wolff á eftir að styrkja lið Kiel mjög mikið.
Andi Wolff á eftir að styrkja lið Kiel mjög mikið. vísir/getty

Þýska stórveldið THW Kiel hefur keypt upp samning þýska landsliðsmarkvarðarins Andreas Wolff við Kielce.

Wolff var samningsbundinn pólska liðinu til 2028 en Kielce gat ekki sagt nei við tilboði þýska liðsins.

Úlfurinn er því kominn á kunnuglegar slóðir því þessi 33 ára gamli markvörður lék með Kiel frá 2016 til 2019. Hann er nú samningsbundinn Kiel til 2028, rétt eins og hann var samningsbundinn Kielce til 2028.

Þýski landsliðsmarkvörðurinn segist hafa viljað koma aftur heim til Þýskalands og spila í sterkustu deild heims. Hann er að vonum hæstánægður að það hafi gengið eftir.

Frammistaða Kiel á síðasta tímabili var ekki góð og þar á bæ sætta menn sig bara við titla. Það er því ljóst að Kiel mun láta enn frekar til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×