„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 13:02 Ásgeir Helgi og skiltið sem kveður á um gjaldtökuna. Ásgeir segir fráleitt að hann hafi verið þarna í sem nemur 45 mínútum. Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. „Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
„Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27