„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 13:02 Ásgeir Helgi og skiltið sem kveður á um gjaldtökuna. Ásgeir segir fráleitt að hann hafi verið þarna í sem nemur 45 mínútum. Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. „Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
„Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27