Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 06:22 Urriðaholtið í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira