Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 06:22 Urriðaholtið í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira